fimmtudagur, 14. apríl 2005

í miami

tja hvað skal segja. Goturnar i miami eru breiðar, enginn labbar neitt. Almenningssamgöngur nánast engar. Strætóar sem ekki er hægt að stóla á. Ein leigubílastöð. Allir eiga semsagt bíl. Líterinn af bensíni kostar 40 krónur og allir eru brjálaðir því verðið er orðið svo hátt. Er ekki búin að hræðast neitt í umhverfi mínu, nema Iguana eðlur og þvottabjörn. Þvottabjörninn elti mig. Horfði á mig eins og hann vildi mér eitthvað. Fyrst hélt ég að þetta væri skunkur, en hann var ekki svartur og hvítur eins og í teiknimyndunum og það kom aldrei einhver rosa fýla, síðan tók ég eftir svartri augnaumgjörðinni og þá fattaði ég að þetta væri þvottabjörn sem vildi kexið sem ég hélt á. Síðan er líka gomma af litlum eðlum sem maður kippir sér ekkert uppvið. Hér er gaman. Hér er hiti. Hér eru allir rosa almennilegir. Hér er allt stórt. Útskriftartónleikar Doddanns voru í gærkveldi. Það var gaman. Rosa trommusóló. Hann fraus ekkert, en var næstum því búinn að gleyma að bjóða í eftirápartýið. Í dag verður haldið á south miami beach. Ekki til að sóla sig, heldur frekar til að skoða mannlífið. Hér eru mafíur. T.d. er rússneska mafían sterk hér um slóðir. Ég hef samt ekki hitt hana. Já það er internet í miami.

Engin ummæli: