fimmtudagur, 12. maí 2005

daginn, good vibrations ekki satt? allaveganna er lagið í útvarpinu sem ég má hlusta á í smástund áður en áframhaldandi undirbúningur fyrir síðasta prófið sem er á morgun. Vel valið lag hjá rás 1. Eftir próf á morgun fer ég í vinnu og klukkan átta á laugardagsmorgun er útlit fyrir sveitaferð. Sumarbústaðaferð með góðu og umfram allt skemmtilegu fólki. Þar verður margt brallað, enda eru sumir ferðalanganna að fara að vinna að myndbandsupptökum en ég sé fram á afslappelsi í botn. úff púff hvað ég hlakka til. Orkan endurnýjuð eftir innisetu og skemmtilegan lærdóm fyrir sumarið sem kemur alltaf pottþétt eftir próf. Góðar stundir.

1 ummæli:

Linda sagði...

Til hamingju kona góð! Njóttu sumarsins og gleðinnar.