Eru ungir listamenn landsins ekki til þess að ögra, viðhalda hringrásinni, koma með nýja fleti á hugmyndirnar? Þannig held ég að fög eins og listir, akademísk fræði og annað lifi. Eru ungir listamenn landsins að fljóta sofandi, sofandi í heimi efnishyggjunnar, þægindanna, skuldanna og hinu svokallaða ,,normi"? Hvar er fúttið? fór semsagt í fúttið á sýningu lokaársnema í lhí. Eilítil flatneskja í gangi, þó að sjálfsögðu höfðu lítil smáátriði áhrif á mig, en sýningin yfirhöfuð var já, full af fólki. Kannski rölti ég við á Kjarvalsstaði síðar, í betra tómi til þess að endurígrunda þessa upplifun í dag. Eða allaveganna athuga hvort ég komist að einhverju nýju.
já, ég get semsagt haldið aðeins áfram með þetta og bent á iðnvæðingu lista hér á landi. Stórfyrirtæki, ríkið og einkaaðilar reka listina. Hafa gert hana t.d. að útflutningsvöru (sem er náttúrulega fínt fyrir landkynningu, ef hún gefur ,,rétta" mynd...) Hvar er listamaðurinn þá? Hvað fær hann? Hvers vegna er hann að gera það sem hann er að gera? Hvað fær hann að gera? Hefur hann svigrúm til þess að ögra? hefur hann hugmyndafrjóleika til þess að ná til áhorfandans? o.s.frv.
sunnudagur, 8. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
..mér finnst listamenn ungdómssins svoldið skrítnir...kannski ögn smitaðir af neyslunni, það meikar sens...hvað er hægt að gjera...finna þessa örfáu listamenn sem eru að gera eitthvað með einhverju fútti í...allavega úmfí....sammála þér með flatneskju sýningarinnar, allt eitthvað svo örugg og innan ramma....
Skrifa ummæli