(búin að laga rafmengunarkrækjuna) rækjuna?
Nei engar voru rækjurnar á borðum, en í boði var
drykkur Shirley Temple:
ísklakar, 2 lítrar Ginger Ale, 1 lítri Appelsínusafi og skvetta af grenadíni. Blandað saman og borið fram í könnu.
og
Þistilhjartamauk:
1 dós niðursoðin Þistilhjörtu (artichokes)
1 dolla mæjónnes (250 ml)
1 poki rifinn ostur
safi úr hálfri sítrónu
paprikukrydd
Laukduft
Salt
Pipar
= þistilhjörtun saxar maður smátt (eða notar töfrasprotaI, blandar öllu saman og látið í ósmurt eldfast mót og bakið við 180 gráður í svona 18 mínútur. Að þessu sinni henti ég lúkum tveim af fersku spínati undir töfrasprotann, þannig að úr varð dýrindis geimverugræn ídýfa. Borin fram með t.d. baguette, ritz-kexi eða TownHouse-kexi eða.....
Ein frænkan í Kanada stakk upp á því í dag í tölvupósti að við myndum fara í verslunarferð til Parísar eða London. Aha. Skil ekki hvernig henni datt það í hug því seinast þegar við hittumst (fyrir viku eða svo) þá vorum við báðar í samfagnaðarglasi að ræða mun alvarlegri mál af hjartans einlægni og tíska eða verslun komu ekki við sögu. Þar að auki hitti ég hana í fyrsta skiptið núna í brúðkaupsveisluferðinni. En ég held ég verði bara að vera soldið brosmild þegar svona bréf berast, en ætli hún ætli að borga allt fyrir mig? er það ekki þannig sem kaupin á eyrinni gerast? ha ? just a gigoloog.
þriðjudagur, 30. maí 2006
mánudagur, 29. maí 2006
laugardagur, 27. maí 2006
mánudagur, 22. maí 2006
pick me
3 daga brudkaup ad baki. Thad er aldeilis. Gerist thad bara i utlondum? Brudarmaerin hellti kaffi a brudina thannig ad kjollinn vard enn fallegri, presturinn kom i eina veisluna og spiladi skosk log a fidlu, allir donsudu, allir skemmtu ser vel i 3 daga. Gomma af godu folki og endalaust flaedi af drykkjum og gledi. Nu er semsagt rolegheit i sveitinni thar sem fullt af flugum vilja hitta mig, og fullt af froskum ad vilja elskast a nottunni sem gefa fra ser hljod sem hljoda eins og pick-me pick-me pick-me, enda eru their i makaleit. Folkid herna i sveitinni er otrulega vinalegt. Sidan var Cora Rose skird og tha var lika onnur veisla. Alltaf veisla, alltaf eldur, alltaf gledi.
thad er gott ad sofna vid snarkid i eldinum
thad er gott ad sofna vid snarkid i eldinum
sunnudagur, 14. maí 2006
- - - - -
þarna verð ég á miðvikudaginn... get ekki beðið og hlakka mikið til.
Þetta er brúðkaupsferð í þeim skilningi að ég verð við brúðkaup að samgleðjast með fallegu fólki og ógeðslega skemmtilegu og sumum skrítnum... En þarna hitti ég líkan nýja fjölskyldumeðlimi í fyrsta sinn, 3 vikna gamla stúlku og tíkina Ginger.
En, þá er þessi helgi í húsinu búin að vera skrítin. Nóg að gera í vinnunni, en málið er bara að ég hafði ekkert að læra í gær sem voru viðbrigði þannig að í dag tók ég með mér Cultural Theory and Popular Culture þar sem ég las 1 kafla, semsagt að trappa mig niður eftir veturinn. Horfði líka á snillingsdómsgáfubbcþættina Look Around You sem eru í formi kennsluvídeóa frá sjöunda áratuginum og taka fyrir efni eins og music, water, sulphur og fleiri efni úr lotukerfinu...
Já, ég held ég hafi farið í mitt fyrsta þrítugsafmæli í gær. Þar dansaði afmælisstúlkan orminn og marðist líklega í brjóstunum. En hún gerði það af dirfsku og áræðni, án þess að dæma um fagurfræðilegt gildi break-dans. Það var gaman. Og við erum hreyfingar okkar. Hreyfingar okkar erum við.
Oní bað með þig stelpa og þvoðu á þér eyrun, hlustaðu. Byrjuð að láta renna í...
föstudagur, 12. maí 2006
ja ja ja ja
heyrðu, það er gleðidagur í dag en klukkan 9:48 sendi ég inn seinasta verkefnið mitt á þessu skólaári. Ha. Nú tekur við dagur víns og rósa. Ætla að bregða mér í garðinn og njóta, held ég kveiki ekki í sinu til að fagna, en sólin sér mér fyrir fögnuði. Sá einmitt generalprufu á leikritinu Fagnaður eftir Harold Pinter. Massa massa leikmynd. Frábær og einstaklega minimal lýsing. Marylin Monroe kjóllinn endurnýttur á sviðinu og kom vel út með tilvísun í lauslæti karakterins. Þjónarnir góðir. Ágætt leikrit í heildina. Sú spurning vaknaði þó eftir sýninguna, hvað segir þetta leikverk?
En í ljósi þess að höfundurinn hefur skrifað heila gommu af leikritum mætti maður ætla að þetta væri síð-pómó dæmi, úthugsað og útpælt. Veit ekki samt. Hann vann nóbelsverðlaunin í bókmenntum um daginn. Veit ekki.
Mæli samt með Umbreytingu á litla sviðinu, án þess að hafa séð það. Brúðuleikhús fyrir fullorðna eftir magnaðan brúðugerðarlistamann. Hlakka til að sjá það.
Njótið dagsins góða fólk. Sendi ykkur sól í hjartað.
En í ljósi þess að höfundurinn hefur skrifað heila gommu af leikritum mætti maður ætla að þetta væri síð-pómó dæmi, úthugsað og útpælt. Veit ekki samt. Hann vann nóbelsverðlaunin í bókmenntum um daginn. Veit ekki.
Mæli samt með Umbreytingu á litla sviðinu, án þess að hafa séð það. Brúðuleikhús fyrir fullorðna eftir magnaðan brúðugerðarlistamann. Hlakka til að sjá það.
Njótið dagsins góða fólk. Sendi ykkur sól í hjartað.
miðvikudagur, 10. maí 2006
hippa-fingurinn
Á leiðinni heim úr yoga gat ég ekki annað en hægt á mér og hlegið innilega innan í mér.
Aldraður maður var að fara yfir götuna með göngugrind og fór því hægt. Með honum í för var hvíthærð lítil kona. 2 bílar biðu og annar þeirra flautaði tvisvar. Konan gaf bílstjórunum fingurinn.
Stáltromma er efst á óskalistanum mínum eftir að ég prófaði eina í vinnunni í kvöld eftir lokun. Sú var æðifalleg með unaðslegum hljóm, en stálið var beygt og sveigt þannig að mismunandi nótur gullu frá henni.
Almenningsarðurinn er góður staður á sumardögum, verst að þar sé ekki internettenging því þá gæti ég lært þar. Auðvitaður er maður soldið lamaður að vera að læra og þurfa tölvu og internet. Þyrfti kannski bara að notast við ólæstar tengingar í húsunum í kring en það myndi kannski líta svolítið skringilega út þegar flötin myndi fyllast af ný-hippum með tölvur í garðinum. En þar sem þrír dagar í lærdómi leynast í nánustu framtíð þá svitna ég nú ekki mikið yfir þessu.
Kveðjustund. Til Lilju sem er farin úr þessum lífheimi um stundarsakir. Hver veit nema við hittumst aftur þar sem við áttum eina góða stund saman og hittumst einu sinni óvænt á torginu á Akureyri á sólríkum degi. Önnur kveðja til bróður míns annars staðar á hnettinum sem gæti mögulega frætt mig um stáltrommur og eiginleika þeirra en hann hefur kallað mig hippa.
Kveð í friði og spekt eftir fíniríis dag með heimasmíðaða gítartóna og söng í bakgrunninn.
Aldraður maður var að fara yfir götuna með göngugrind og fór því hægt. Með honum í för var hvíthærð lítil kona. 2 bílar biðu og annar þeirra flautaði tvisvar. Konan gaf bílstjórunum fingurinn.
Stáltromma er efst á óskalistanum mínum eftir að ég prófaði eina í vinnunni í kvöld eftir lokun. Sú var æðifalleg með unaðslegum hljóm, en stálið var beygt og sveigt þannig að mismunandi nótur gullu frá henni.
Almenningsarðurinn er góður staður á sumardögum, verst að þar sé ekki internettenging því þá gæti ég lært þar. Auðvitaður er maður soldið lamaður að vera að læra og þurfa tölvu og internet. Þyrfti kannski bara að notast við ólæstar tengingar í húsunum í kring en það myndi kannski líta svolítið skringilega út þegar flötin myndi fyllast af ný-hippum með tölvur í garðinum. En þar sem þrír dagar í lærdómi leynast í nánustu framtíð þá svitna ég nú ekki mikið yfir þessu.
Kveðjustund. Til Lilju sem er farin úr þessum lífheimi um stundarsakir. Hver veit nema við hittumst aftur þar sem við áttum eina góða stund saman og hittumst einu sinni óvænt á torginu á Akureyri á sólríkum degi. Önnur kveðja til bróður míns annars staðar á hnettinum sem gæti mögulega frætt mig um stáltrommur og eiginleika þeirra en hann hefur kallað mig hippa.
Kveð í friði og spekt eftir fíniríis dag með heimasmíðaða gítartóna og söng í bakgrunninn.
laugardagur, 6. maí 2006
Astarbref
elsku dagur.
Ég kalla þig dag, þó ég sé ekki að meina piltinn dag heldur daginn í dag.
Skellti mér í laugina í sólarblíðunni. Á útskriftarsýningu LHÍ í hafnarhúsinu var múgur og margmenni. Sviti og hiti. Sumt flott. Sumt ekki. Fannst t.d. gaman að sjá inní tilbúinn ofurvaxinn endaþarm. Kom við í garðinum og drakk einn bjór á meðan 3 flugvélar flugu lágt yfir og skýin hrönnuðust upp. Núna stefnir allt í grill hér í kvöld, þannig að ef þú vilt grilla dagur komdu þá við með eitthvað til að skella á kolin. Kæri dagur. Þú ert fallegur. Langar á hestbak og að veiða og hjóla. Þú ert líka margfaldur afmælisdagur í dag.
Þín Anna Katrín.
p.s. yngri afgreiðslumaðurinn í tóbaksbúðinni sagði að spáin væri rosa góð. Sól, 17 stiga hiti og læti.
Ég kalla þig dag, þó ég sé ekki að meina piltinn dag heldur daginn í dag.
Skellti mér í laugina í sólarblíðunni. Á útskriftarsýningu LHÍ í hafnarhúsinu var múgur og margmenni. Sviti og hiti. Sumt flott. Sumt ekki. Fannst t.d. gaman að sjá inní tilbúinn ofurvaxinn endaþarm. Kom við í garðinum og drakk einn bjór á meðan 3 flugvélar flugu lágt yfir og skýin hrönnuðust upp. Núna stefnir allt í grill hér í kvöld, þannig að ef þú vilt grilla dagur komdu þá við með eitthvað til að skella á kolin. Kæri dagur. Þú ert fallegur. Langar á hestbak og að veiða og hjóla. Þú ert líka margfaldur afmælisdagur í dag.
Þín Anna Katrín.
p.s. yngri afgreiðslumaðurinn í tóbaksbúðinni sagði að spáin væri rosa góð. Sól, 17 stiga hiti og læti.
miðvikudagur, 3. maí 2006
útreikningur
á meðan ég skrifaði ritgerðina sem ég var að enda við að skila gerði ég smá tilraun.
Tímatilraun sem fólst í þeirri spurningu: hvað er ég lengi að skrifa ca 3000 orða ritgerð, u.þ.b.10 bls.?
Það verður að taka nokkra þætti til greina áður en ég kem með niðurstöðurnar:
1. mér fannst ég skilja efnið nokkuð vel áður en ég byrjaði að vinna ritgerðina, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætlaði að setja það fram.
2. ég vann eitthvað yfirleitt á hverjum degi, stundum bara í 1 klukkutíma, stundum marga.
3. í hvert skipti sem ég settist niður til að vinna gagngert í ritgerðinni skráði ég tímann, byrjunartíma og lokatíma þegar ég stóð upp.
4. í örfá skipti, voru kaffihellingar inni í tímanum, ófáar sígaretturnar og stundum spjall (sérstaklega í vinnunni).
5. Allt er talið með í tímanum, yfirlestur, upprifjun ákveðinna bóka, skrif og endurskrif, hugmyndapár o.s.frv.
6. þannig fékk ég þessa útkomu: 24 klukkustundir.
Bið fólk að varast það að gera ritgerð í einum rykk, heldur frekar lítið á hverjum degi, því meltingin er nauðsynleg ásamt því að eiga sér líf.
(Þess má geta að í gær horfði ég á 19. þátt, 5. seríu þáttarins 24. Hvernig ætli þetta verði í þrjú ár í viðbót?)
Tímatilraun sem fólst í þeirri spurningu: hvað er ég lengi að skrifa ca 3000 orða ritgerð, u.þ.b.10 bls.?
Það verður að taka nokkra þætti til greina áður en ég kem með niðurstöðurnar:
1. mér fannst ég skilja efnið nokkuð vel áður en ég byrjaði að vinna ritgerðina, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætlaði að setja það fram.
2. ég vann eitthvað yfirleitt á hverjum degi, stundum bara í 1 klukkutíma, stundum marga.
3. í hvert skipti sem ég settist niður til að vinna gagngert í ritgerðinni skráði ég tímann, byrjunartíma og lokatíma þegar ég stóð upp.
4. í örfá skipti, voru kaffihellingar inni í tímanum, ófáar sígaretturnar og stundum spjall (sérstaklega í vinnunni).
5. Allt er talið með í tímanum, yfirlestur, upprifjun ákveðinna bóka, skrif og endurskrif, hugmyndapár o.s.frv.
6. þannig fékk ég þessa útkomu: 24 klukkustundir.
Bið fólk að varast það að gera ritgerð í einum rykk, heldur frekar lítið á hverjum degi, því meltingin er nauðsynleg ásamt því að eiga sér líf.
(Þess má geta að í gær horfði ég á 19. þátt, 5. seríu þáttarins 24. Hvernig ætli þetta verði í þrjú ár í viðbót?)
þriðjudagur, 2. maí 2006
allt i goðu
já já maður sér fyrir endann á þessu sem er líka bara mjög notalegt. Tveimur þriðju hlutum lokavinnu fyrir önnina er lokið. Bara 10 dagar eftir. Ekkert mál fyrir jón pál sem tók mörg tonn í bekkpressu hér um árið þegar þessi fleyga setning varð til samkvæmt heimildum fréttablaðsins fyrr á þessu ári.
Nú er maður aftur orðinn aftur kominn á sambýli. Það er nokkuð ögrandi verkefni en mjög skemmtilegt. Það má allaveganna kyssast á hverjum degi.
Fannst mér ég eiga rétt á orðuveitingu fyrir góða frammistöðu í actionary. Liðið mitt vann feitt. En ekki í teikniútgáfunni. Ótrúlega samstillt í leiknum aftur á móti. Það veitti mér gleði og ég fann örla á keppnisskapi sem ég gat ekki ímyndað mér að byggi í mínu hjarta.
Umfjöllun um útskriftartónleika úr lhí sem ég var viðstödd í gærkvöldi má sjá á mannfræðilandinu.
Lifið heil og góðar stundir.
Nú er maður aftur orðinn aftur kominn á sambýli. Það er nokkuð ögrandi verkefni en mjög skemmtilegt. Það má allaveganna kyssast á hverjum degi.
Fannst mér ég eiga rétt á orðuveitingu fyrir góða frammistöðu í actionary. Liðið mitt vann feitt. En ekki í teikniútgáfunni. Ótrúlega samstillt í leiknum aftur á móti. Það veitti mér gleði og ég fann örla á keppnisskapi sem ég gat ekki ímyndað mér að byggi í mínu hjarta.
Umfjöllun um útskriftartónleika úr lhí sem ég var viðstödd í gærkvöldi má sjá á mannfræðilandinu.
Lifið heil og góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)