laugardagur, 6. maí 2006

Astarbref

elsku dagur.
Ég kalla þig dag, þó ég sé ekki að meina piltinn dag heldur daginn í dag.
Skellti mér í laugina í sólarblíðunni. Á útskriftarsýningu LHÍ í hafnarhúsinu var múgur og margmenni. Sviti og hiti. Sumt flott. Sumt ekki. Fannst t.d. gaman að sjá inní tilbúinn ofurvaxinn endaþarm. Kom við í garðinum og drakk einn bjór á meðan 3 flugvélar flugu lágt yfir og skýin hrönnuðust upp. Núna stefnir allt í grill hér í kvöld, þannig að ef þú vilt grilla dagur komdu þá við með eitthvað til að skella á kolin. Kæri dagur. Þú ert fallegur. Langar á hestbak og að veiða og hjóla. Þú ert líka margfaldur afmælisdagur í dag.
Þín Anna Katrín.

p.s. yngri afgreiðslumaðurinn í tóbaksbúðinni sagði að spáin væri rosa góð. Sól, 17 stiga hiti og læti.

Engin ummæli: