miðvikudagur, 10. maí 2006

hippa-fingurinn

Á leiðinni heim úr yoga gat ég ekki annað en hægt á mér og hlegið innilega innan í mér.
Aldraður maður var að fara yfir götuna með göngugrind og fór því hægt. Með honum í för var hvíthærð lítil kona. 2 bílar biðu og annar þeirra flautaði tvisvar. Konan gaf bílstjórunum fingurinn.

Stáltromma er efst á óskalistanum mínum eftir að ég prófaði eina í vinnunni í kvöld eftir lokun. Sú var æðifalleg með unaðslegum hljóm, en stálið var beygt og sveigt þannig að mismunandi nótur gullu frá henni.

Almenningsarðurinn er góður staður á sumardögum, verst að þar sé ekki internettenging því þá gæti ég lært þar. Auðvitaður er maður soldið lamaður að vera að læra og þurfa tölvu og internet. Þyrfti kannski bara að notast við ólæstar tengingar í húsunum í kring en það myndi kannski líta svolítið skringilega út þegar flötin myndi fyllast af ný-hippum með tölvur í garðinum. En þar sem þrír dagar í lærdómi leynast í nánustu framtíð þá svitna ég nú ekki mikið yfir þessu.

Kveðjustund. Til Lilju sem er farin úr þessum lífheimi um stundarsakir. Hver veit nema við hittumst aftur þar sem við áttum eina góða stund saman og hittumst einu sinni óvænt á torginu á Akureyri á sólríkum degi. Önnur kveðja til bróður míns annars staðar á hnettinum sem gæti mögulega frætt mig um stáltrommur og eiginleika þeirra en hann hefur kallað mig hippa.

Kveð í friði og spekt eftir fíniríis dag með heimasmíðaða gítartóna og söng í bakgrunninn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á stáltrommu frá Bahamas :o) Þú mátt fá hana lánaða ef þú vilt og ef ég fæ köku í staðinn hehe.