heyrðu, það er gleðidagur í dag en klukkan 9:48 sendi ég inn seinasta verkefnið mitt á þessu skólaári. Ha. Nú tekur við dagur víns og rósa. Ætla að bregða mér í garðinn og njóta, held ég kveiki ekki í sinu til að fagna, en sólin sér mér fyrir fögnuði. Sá einmitt generalprufu á leikritinu Fagnaður eftir Harold Pinter. Massa massa leikmynd. Frábær og einstaklega minimal lýsing. Marylin Monroe kjóllinn endurnýttur á sviðinu og kom vel út með tilvísun í lauslæti karakterins. Þjónarnir góðir. Ágætt leikrit í heildina. Sú spurning vaknaði þó eftir sýninguna, hvað segir þetta leikverk?
En í ljósi þess að höfundurinn hefur skrifað heila gommu af leikritum mætti maður ætla að þetta væri síð-pómó dæmi, úthugsað og útpælt. Veit ekki samt. Hann vann nóbelsverðlaunin í bókmenntum um daginn. Veit ekki.
Mæli samt með Umbreytingu á litla sviðinu, án þess að hafa séð það. Brúðuleikhús fyrir fullorðna eftir magnaðan brúðugerðarlistamann. Hlakka til að sjá það.
Njótið dagsins góða fólk. Sendi ykkur sól í hjartað.
föstudagur, 12. maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju elsku Anna Katrín. Njóttu þess vel, þú átt það skilið!
Skrifa ummæli