sunnudagur, 14. maí 2006

- - - - -

IMG_1348

þarna verð ég á miðvikudaginn... get ekki beðið og hlakka mikið til.
Þetta er brúðkaupsferð í þeim skilningi að ég verð við brúðkaup að samgleðjast með fallegu fólki og ógeðslega skemmtilegu og sumum skrítnum... En þarna hitti ég líkan nýja fjölskyldumeðlimi í fyrsta sinn, 3 vikna gamla stúlku og tíkina Ginger.

En, þá er þessi helgi í húsinu búin að vera skrítin. Nóg að gera í vinnunni, en málið er bara að ég hafði ekkert að læra í gær sem voru viðbrigði þannig að í dag tók ég með mér Cultural Theory and Popular Culture þar sem ég las 1 kafla, semsagt að trappa mig niður eftir veturinn. Horfði líka á snillingsdómsgáfubbcþættina Look Around You sem eru í formi kennsluvídeóa frá sjöunda áratuginum og taka fyrir efni eins og music, water, sulphur og fleiri efni úr lotukerfinu...

Já, ég held ég hafi farið í mitt fyrsta þrítugsafmæli í gær. Þar dansaði afmælisstúlkan orminn og marðist líklega í brjóstunum. En hún gerði það af dirfsku og áræðni, án þess að dæma um fagurfræðilegt gildi break-dans. Það var gaman. Og við erum hreyfingar okkar. Hreyfingar okkar erum við.

Oní bað með þig stelpa og þvoðu á þér eyrun, hlustaðu. Byrjuð að láta renna í...

1 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

will do, I´m surely a treehugger so I guess I can hug Canada...

Ein komin í gírinn, byrjuð að tala útlensku og allt, ógó spennt. Bæ.