Það er gaman að fara Geirsgötuna núna því Esjuna má sjá frá nýju sjónarhorni.
Nú gæti ég t.d. verið að gera skattaframtal.
En það sem hefur á daga mína drifið er t.d. leghúsferð og tónleikar Ólafar Arnalds.
Seinustu helgi fór ég semsagt bæði fös og laug í leikhús. Leg er söngleikur undir áhrifum teiknimyndasögunnar. Framúrstefnuleg pæling um hvernig efnishyggjan er að gegnsýra okkur. Góð skemmtun. Fínt að taka svona leikhúshelgi. Umfjöllun um Draumalandið hér að neðan. Það afgreitt.
Ert þú búin/n að skrifa undir hjá Framtidarlandid.is?
Tónleikarnir voru afbragðs upplifun. Svo ekki sé meira sagt. Virkilega gaman að upplifa Nasa á forsendum lágstemmdar tónlistar þar sem áhorfendur sýndu tónlistarflutningnum þá virðingu sem hann kallaði á. Áhorfendur þögðu semsagt. Klingdu ekki glösum né mösuðu út í eitt. Ása masar í símann. Mjög gott stöff.
Annars er það Pierre Bourdieu hinn franski sem á hug minn allan þessa dagana. Hann bendir á skemmtilega punkta í því hvernig við sköpum og viðhöldum menningunum okkar. Hvernig smekkur mismuandi hópa fer eftir því umhverfi sem þeir búa við og fjárhag. Kannski engar nýjar fréttir... En menningarsviðin eru mörg og ólík (t.d. há- og lágmenning) og eru að sjálfsögðu undir áhrifum þeirra sem taka þátt auk þess sem þau sjálf hafa áhrif á þátttakendurnar. Síðan er ég jafnvel að fara að henda mér í það að lesa um hvernig má færa skynjun eyrans (ekki endilega á tónlist) í ritað mál, eða allaveganna taka hana með.
Veðrið er ekki alveg að gera sig fyrir mig.
Sat inni í kyrrstæðum bíl og horfði á Volvo gröfu slétta moldarhól í dag. Kodak moment.
Horfði líka á þumalfingur hægri handar skrifa sms á gsm (global service mobile) í dag. Ótrúlegt hvað þessi putti getur gert.
Fór líka í yoga þar sem þemað var þríhyrningar, bátur, borð og kráka. Horfði á skuggann minn sem kertaljósið varpaði á vegginn og velti því fyrir mér hvort hann væri líka ég.
fimmtudagur, 22. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli