föstudagur, 9. mars 2007

Sporðdrekinn í dag: Það sem þú gerir í dag og á hvaða hátt þú gerir það, mun skipta mjög miklu máli.

Svona er dagurinn minn einmitt búinn að vera. Þaulskipulagður en með mjög skemmtilegum uppákomum sem vonandi eiga eftir að skipta miklu máli. Nánar um það síðar.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru komnir nýir tenglar inn á síðuna. Þetta eru dúllurnar. Saman ætlum við að rannsaka mannfræðilega. Það verður gaman. Allaveganna plan eftir planið. Planið er sko að klára ritgerðina mína. Það er í vinnslu.

Að öðru mun merkilegra. Tíminn. Ég næ ekki utan um það hvernig hann getur liðið svona ótrúlega hratt. I know. Klisja. Var einu sinni að skrifa ensku útgáfu orðsins í menntaskólastíl og fékk meira að segja að kíkja í orðabók kennarans. Náði samt að klúðra því. Ætla að hlífa þér við sjónrænni tortímingu á orðinu hér. Já ég er semsagt að upplifa klisju varðandi tímann. Heyrði líka framlengingu á klisjunni sem er að tíminn verði hraðari eftir því sem maður eldist. Eða að maður upplifi tímann hraðar eftir því sem maður eldist. Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það, en trúi frekar á mismunandi hraðatímabil. Það fer allt eftir því hvernig maður keyrir bílinn og hvernig vegurinn er, jafnvel veðurskilyrðin og hinir bílarnir sem eru á leiðinni frá a - b. Hitti sólina í dag í örskotsstund. Eftir eina uppákomuna, mjög nauðsynlegt. Hún gaf mér bensín.

2 litlir frændur mínir laskaðir eftir áhlaup á aðra manneskju (afleiðing: nefbrot) og smá slagsmál. Sendi orku til lemstranna. Hef aldrei átt hamstur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vó, 2 frændur laskaðir?

ég mundi endilega vilja fá email um þetta...