föstudagur, 22. júní 2007



TaKK fyrir mig elsku fólk, það var gaman að fá ykkur í veislu og ekki voru gjafirnar og fjar-kveðjurnar af verri endanum. Helst ber að minnast á 2 eintök af nýjustu útgáfu íslenskrar orðabókar, en ein breyttist í 4 aðrar spennandi bækur frá Routledge útgáfunni, en það gleður mig að þær bækur séu nú fáanlegar í ágætu úrvali hér í Austurstræti.

Rice Krispies kakan (sjá hér að ofan) kláraðist langfyrst, þrátt fyrir hnuss og svei ömmu yfir vali á kökutegund og brauðterturnar voru í morgunmat daginn eftir og aðrar kökur fylltu ísskápinn í nokkra fleiri daga. Ég þakka pent fyrir mig aftur. En nú er veislustand búið og alvaran hefur aftur tekið við.

Rannsóknarvinna á fullum snúning, viðtöl og læti. Það er líka mjög gaman enda finnst mér fólk alveg frábært og spennandi og skemmtilegt. Nema þeir sem virða íbúalýðræði að vettugi og hlusta ekki á neitt nema sjálfs síns rass. Lendi eflaust í spennandi sveitaferð í kvöld og yfir helgi með frábæru og skemmtilegu fólki.

Góða helgi þegar dag er tekið að stytta.

4 ummæli:

Magga sagði...

Innilega tilhamingju með útskriftina elsku Anna Katrin mín!
Kakan ekkert smá girnileg ...

Hrefna sagði...

Jamm ekkert smá girnó kaka. Innilega til hamingju elsku Anna Katrín og gangi þér vel með rannsóknirnar.

bumsjakahil sagði...

Til hamingju Anna med ad klara!
Ertu ad vinna rannsokn i tengslum vid ibualydraedi??

Thaetti gaman ad heyra meira...sendu mer linu.

Hildur

AnnaKatrin sagði...

hæ, þetta með íbúðalýðræðið var vísun í stöðuna í Hafnarfirði.

Nú er ég að skoða tónlistarhátíðina Iceland Airwaves og þá íslensku flytjendur sem þar koma fram. kv.ak kvak