Nýlega drap ég mann í draumi, en í nótt drap ég armadillo í draumi.
Það gerði ég með því að stinga trédrumb upp í munninn á honum (sem náði pottþétt alveg niður í háls, ef ekki lengra) og síðan hélt ég munninum á honum lokuðum svo lengi sem það tók fyrir hann að deyja. Þetta var bara eitthvað sem þurfti að gera, ekkert vesen, ekkert mál. Ég var sunnarlega á hnettinum, ef ekki í Suður-Ameríku.
Þegar ég vaknaði hugsaði ég með mér að e.t.v. gæti ég búið til kúrekastígvél úr skinni Armadillo.
Þegar ég googlaði armadillo, þá sá ég að í alvörunni lítur hann alls ekki út eins og sá sem ég drap í draumnum. Í raunveruleikanum hef ég aldrei svo ég muni, séð armadillo.
Seinna verður fjallað um Airwaves hátíðina.
sunnudagur, 21. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hahahaha! frábær draumur, ég var oft að drauma svona skritið þegar ég var ólétt. yepyep, ást frá okkur!
Haha, ótrúlega fyndin lýsing líka. Eitthvað sem þurfti að gera, ekkert mál. Var það líka þannig með manninn sem þú drapst.
hhahah fyndinn draumur svolítið freaky samt-
En takk fyrir frábæra helgi sæta mín
Skrifa ummæli