sunnudagur, 7. október 2007

sunna sunnudagur

það er svo gott og gaman þegar sólin skín eins og í dag.

Undanfarin kvöld hef ég ræktað menningarvitann. Fór og sá Hjaltalín og Danielson í Fríkirkjunni og Svartan fugl í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hressandi tónleikar með óvenjumiklum bassa hjá Hjaltalín sem náði alveg til baby sem brást við með miklum dansi. Daniel í Danielson var aftur á móti skræka týpan með minni bassa og spiluðu mjög forvitnilega tónlist fyrir þær sakir að vera t.d. með miklum taktbreytingum og óvenjuleg rödd aðal-söngfuglsins kom stöðugt á óvart. Hljómsveitin kom fram í búningum sem minntu á skátabúninga (ekki hvítu málningabúninga Skáta, heldur alvöru skátabúninga). Söngkonan gerði stundum handahreyfingar og þar sem tónleikarnir voru í kirkju fékk ég stundum á tilfinninguna að þarna væri um trúarlega tónlist að ræða. En textarnir voru mjög skemmtilegir þar sem absúrd textagerð höfðar mikið til mín. Það var gaman og bekkirnir í Fríkirkjunni ómögulegir, líkast til eins og í velflestum kirkjum. Svartur fugl tekur á alvarlegri þáttum mannlífsins. Það gleður mig að leikhúsið sem listform taki það í hendur sínar að ávarpa efni sem þetta, enda vandmeðfarið og viðkvæmt. Átakanleg, áleitin og einföld sýning.

Annars er ég bara í góðum gír, vildi að helgarnar væru lengri og sólin skini aðeins lengur og tíminn bara líður svo ofurhratt. Kartöflurnar eru að sjóða. Iceland Airwaves æsir mig. Er alveg að klára síðustu seríu af Sopranos. Ætla að bjarga pótintátunum.

6 ummæli:

baba sagði...

vííí hvað þú ert menningarleg...vildi alveg hafa farið að sjá daníelsfólkið....en hei ég bý í ómenningunni...fór á fallega garðskagavitann áðan í magnaða kvöldlogninu....airwaves æsir mig líka....hlakka til til til....sjáumst kannski í vikunni...það væri gaman...vúíó...

Nafnlaus sagði...

takk fyrir skilaboðin um daginn...
mér fannst leitt að ég náði ekki að svara símanum...
hlakka til að tala við þig brátt...

Linda sagði...

halló! mig vantar símanúmerið þitt mín kæra, var að skipta um síma og öll númer síðustu ára voru í gamla símanum. ætlaði að heyra í þér því ég frétti að þú værir að vinna að spennandi verkefni með Þórði Kristinssyni - er það rétt?

Alla vega, þú mátt senda mér skilaboð eða einkaskilaboð á síðuna mína með númerinu... 123.is/hnota

heyrumst!

og innilega til hamingju með tilvonandi baby.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð mín kæra og til innilegrar lukku bæði tvö (eða bara öll þrjú) með fjölgunina. Alltaf gott þegar gæðafólk tekur að sér að bæta heiminn með þessum hætti!

Ertu enn með háskóla-meilið þitt?

Nikki Badlove sagði...

...mússí mú...ég hlakka svo til að sjá ykkur á laugardaginn....úffedí púff....airwaves æsir mig í kvíða og ég verð barað sniðganga festivalið....enda er harpan mín búin að æsa mig í bústaðarrómans þessa helgi...þar sem hún hverfur af landi brott senn.....

AnnaKatrin sagði...

gaman að heyra í ykkur fallega fólk.
anna.katrin.th@gmail.com