Pistill dagsins verður m.a. tileinkaður upphækkunum, en úr úthverfunum bruna þau, á upphækkuðum jeppum... Alltaf þegar eitthvað er um að vera í miðbænum (eins og menningarnótt, 17. júní og ljósin kveikt á jólatrjám) verða íbúar Grjótaþorpsins og þar fyrir ofan varir við ógurlegt safn bíla sem safnast saman uppi á gangstéttum í veg fyrir gangandi vegfarendur. Yfirleitt truflar það mig ekkert sérstaklega en það er mjög fyndið að sjá fullorðið fólk leggja kolólöglega og hlaupa af stað úr bílum sínum með börnin í eftirdragi til þess að missa ekki af neinu. Hvernig væri að fara fyrr af stað?
Aðrar upphækkanir eiga sér stað í rúminu. O sei sei, ekkert dónó hér á ferð, nema það að hin sístækkandi bumba er farin að krefjast aukins stuðnings og því hef ég hertekið alla kodda og púða heimilisins til að láta fara sem best um mig á nóttunni. En baunina er hvergi að finna, þó ég vakni ótt og títt á hverri nóttu. Það gerir það að verkum að ég er yfirleitt mjög þreytt, líka á daginn. Þess vegna er staðan sú að ég er komin með vottorð læknis upp á það að minnka vinnuna í 50%. Það ætti að verða munur nú þegar rúmlega 1 mánuður er eftir af þessu fyrirbæri sem meðgangan er. Annars get ég sagt að mér líði almennt mjög vel.
Þá eru skötuhjú þessa heimilis farin að stunda leiki á borð við að fara upphátt með stafrófið og segja nöfn fyrir hvern staf sem þeim dettur í hug. Verst er að ég kann stafrófið svo illa þannig að hinn fær alltaf að byrja, Zorro og Zelda í gær... spennandi að sjá hvað kemur upp úr krafsinu í dag... kannski Pókemon og Píla Pína. Annars bara gleði og friður.
sunnudagur, 2. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæhæ!
Kíki alltaf reglulega Anna Katrín mín.
Ólétt vinkona mín notaði svokallað snúningslak til að hjálpa sér með svefn á nóttinni- bjargaði alveg málunum þessa seinustu mánuði..
Hlökkum til að hitta ykkur fjölskylduna um jólin
Kveðjur frá Svíþjóð
Björt&Biggi
Blessuð bumbubaunin :-) Óska ykkur góðrar og notalegrar aðventu innan um alla púðana. Aðventuknús!!
uff, já ég vaknaði alltaf á nóttunni þegar ég var ólétt, en ég héld samt að líkamin er að gera þetta viljandi, til að venja þér á því að vakna þegar barnið rúmskar í rúminu sínu.
Skrifa ummæli