þriðjudagur, 9. september 2008

Daycare

Fyrsti í yoga í gær, fyrsti í dagmömmu í dag.
Ég tók einn sundsprett á meðan pían var ein í fyrsta skipti (stefnt er á 12 - 17 í framtíðinni). Aðskilnaðarstefnan, brjóstagjafaminnkun, öðruvísi frelsi fyrir móður og dóttur, gleði, grátur og gaumur.

Saftað í koníakflöskur. Galdrað á meðan hrært var í. Heppin að eiga mömmu sem kennir manni svonalagað. Spurning um að fiffa garðinn fyrir veturinn?

2 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

p.s. Takk Gugga fyrir athugasemdirnar. Þær gleðja. Ávallt heitt á könnunni.

svanborg sagði...

Hæ sæta skvís

Þótti svo mikið vænt um kommentið þitt um daginn - veit ekki alveg hvar ég á að byrja frænkupjatla. Ertu enn með sama meil?

knús frá dk