föstudagur, 24. október 2008

andartakið

Vikurnar mínar eru þéttsetnar þetta haustið. Þess vegna líður tíminn svo hratt. Dóttir mín búin að vera jafn lengi úti og hún var inni (þó faktískt hafi hún verið nær 10 mánuðum að vaxa innan í mér). Hvað gerist núna? Ég hlakka til að sjá hvað hver dagur ber í skauti sér þó stundum sé svolítið erfitt að vakna þegar veturinn leggst yfir landið. Hef núna kamfórustein á náttborðinu til að þefa af í morgunsárið.

Ég kenni íslensku fyrir erlent starfsfólk á vinnustöðum hér í borg. Ég velti því fyrir mér hvort einhverja vinnu verði að hafa í þessum geira eftir áramót þegar þessum námskeiðum sleppir í desember. Nemendur mínir eru líka ringlaðir og vita ekki í hvorn fótinn sé betra að stíga, þrauka hér eða þar.

Í Bónus í dag dró maðurinn fyrir framan mig upp þrjú greiðslukort sem öllum var synjað og úr varð að hann varð að skila matvörurnar eftir á kassanum. Nágrannakona mín er döpur yfir ástandinu, svo döpur að tár runnu þegar við spjölluðum í stigahúsinu í dag. Nú er ráð að vera skapandi í lífstíl okkar, einblína á kærleikann og þakka fyrir kraftaverkið í hverju andartaki.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr fyrir síðustu setningunni!

Bæjó spæjó
Doddi

Netfrænkan sagði...

Kamfórusteinn!! ég verð að prófa það :)

baba sagði...

Jamm bjartsýni er málið í dag...henda út ruslinu og skapa eitthvað miklu betra í staðinn...

Nikki Badlove sagði...

jemms við skulum vera glöð með að hafa nóg af vatni að drekka....heitu og köldu....sjá það sem við höfum og vera þakklát fyrir það....til hvers að spá alltaf í því sem maður hefur ekki????
bið að heilsa kjellinum og krakkanum...

Heiða sagði...

gaman að sjá ykkur sömuleiðis. Búddababy er ekkert smá sæt. Mér fannst hún horfa djúpt í augun á mér og vera að segja mér hitt og þetta um lífið... Mögnuð stúlka.