Þegar kurteisi kom upp á pallborðið í einni kennslustundinni voru eftirfarandi atriði nemendum efst í huga hvað varðar siði og venjur í þeim efnum:
Að vaska upp með látum – þá telst uppvaskarinn greinilega reið/ur og bent var á að það er líka hægt að vaska upp hljóðlega í flýti. Semsagt leggja leirtauið hljóðlega niður.
Að stíga fast niður til jarðar þegar gengið er – talið vera óþarfi, sýndu jörðinni frekar virðingu og ekki meiða hana!
Að sýna eldri virðingu með því að lúta höfði þegar þú mætir þeim og hlusta á þau.
Að bjóða góðan daginn, þ.e. viðurkenna aðra sem deila sama rými, t.d. á gangi eða á gangstétt.
Að tala milli herbergja – hvers vegna að kalla þegar þú getur verið augliti til auglitis?
Að sleikja fingurna þegar borðað er – hundslegt og ekki æskilegt að sitja til borðs með fólki sem hagar sér svoleiðis.
Að smjatta, borða með opinn munn og að prumpa og ropa fyrir framan aðra– hvaða siðmenntaða fólk gerir það?
Annars bara allt í gangi. Nógur fiskur, svo mikill að kennsla fellur niður í HB Granda þessa vikuna. 2 nýir einstaklingar nýkomnir í heiminn í kringum mig sem er sérstaklega gleðilegt. Nóvember verður spennandi viðbót í framhaldssöguna mína sem er auðvitað óskrifuð. Mig langar að lesa fullt af bókum og stefni á að endurnýja bókasafnskortið. Fyrst væri þó við hæfi að klára Brick Lane sem er á náttborðinu. Jóla hvað?
p.s. spes kveðjur til Hjördísar, Atla Steins, og auðvitað litla bróðurs.
mánudagur, 3. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nei. Hver smjattar? - Hvað er það? Ég var eiginlega búinn að gleyma að það væri til og er sammála þér þar.
Hins vegar verð ég að gagnrýna það að ekki megi prumpa í annarra viðurvist. Þannig er nú einu sinni að öll þurfum við að anda því annars deyjum við. Og það er nú bara á færi hinna mestu gúrúa sem hafa medeterað í hálfa öld sem búa yfir þeirri tækni að anda með nefi eða munni um leið og það losar loft út um vindgöng bossans. Ég mæli fyrir öllum að prófa og komast að því um hvers konar þraut þar er að ræða.
Auðvitað skal stilla viðrekstri í hóf. Það veit hvert heilvita barn. - En ég skal ekki víla því fyrir mér að setja hann hvenær sem er, og beygja mig þannig undir lögmálum sjálfs lífsins. - Jú vissulega halla ég stundum undir flatt og rek við undir rós. Fólk verður þess kannski ekki vart fyrr en lykt finnur. - En þá verður annað fólk líka að gjöra svo vel að viðurkenna tilvist mína í hinu sameiginlega rými allra mannvera.
Tökum bara sem dæmi strætó. - Hvert eiga menn að fara?... - Jú vissulega er hægt að fara aftast í sumum strætóum eða fara út einni stoppustöð á undan og þykjast vera voða svalur að fara út á réttum stað... - En manni myndi innst inni líða illa og skammast sín fyrir að hafa bara ekki prumpað og hananú. Koma á réttum tíma í vinnunna og ekki helblautur eftir að þurfa að labba heila stoppustöðvarvegalengd.
Hver sannleikurinn er, skal undra? - Mín kenning er sú að frá stríðslokum hafi Íslendingar alltaf frekar viljað líta vel út og tapa, heldur en prumpa og sigra.
... - Nei ég er að grínast! - Bók á náttborðinu segirðu... Hey, ég líka :)
Skrifa ummæli