mánudagur, 9. febrúar 2009

Hrísgrjónasalat frá Bali

Æði gott salad þar sem dressingin spilar skemmtilega á bragðlaukana.

Dressing:

½ bolli mango chutney (stóru bitarnir saxaðir niður ef maður nennir ekki að gera dressinguna í blandara)
2 mtsk. Edik (hrísgrjóna eða cider)
2 mtsk. Olía
2 mtsk. Ananassafi
1 mtsk. Soya sósa
1 hvítlauksrif (pressað eða skorið smátt)
1 tsk. Salt
Pínu Cayenne pipar.

Salat:

4 bollar af soðnum brúnum hrísgrjónum
1 bolli ananasbitar
1/2 saxaður laukur
2 sellerý stilkar skornir í bita
1 paprika skorin í bita
½ bolli rúsínur
Öllu blandað saman og dressingin út á.
2 bollar mung baunaspírur
1 bolli baby corn (fæst niðursoðið í dósum)
bætt varlega við salatið.
½ bolli ristaðar hnetur yfir allt í lokin.

2 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

...fyrir ári síðan vorum við harpa á abakabar á balí að borða svipað salat....trúlofunarsalat...og þú birtir uppskriftina á blogginu sama dag ári seinna....ást og friður....hlakka til að sjá þig í sveitinni....

Nafnlaus sagði...

já ást og friður og vatn í munninn..langar að smakka svona salat :) skrýtnikveðjur sebnin