Bækurnar hafa verið vinkonur mínar að undanförnu og verða það líklega áfram því ég er með eintak af The Girl with the Dragon Tattoo/Karlar sem hata konur sem bíður lestrar.
Núna er það aftur á móti The Great Gatsby e. F. Scott Fitzgeral frá New York Ameríku í kringum 1920. Ég er búin að ætla mér það lengi að lesa þessa bók og fann núna frið til þess. Lifandi lýsing á lífi auðmanna þess tíma þar sem konurnar voru í ólíkum kjólum yfir daginn. Ég er svona hálfnuð og enn hefur bókin ekki hrifið mig sérstaklega, nema fyrir samfélagslýsingarnar.
Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði þríleik þar sem hver ótengd saga fjallar um ólík trúarbrögð. Óskar og bleikklædda konan. Herra Ibrahim og blóm Kóransins. Milarepa. Nú hefur Bjartur gefið þennan þríleik út í einu hefti. Mjög stílhreinar sögur og falleg frásögn. Tilvalið fyrir pælarann!
Dave Eggers - What is the What?
Í formála er tekið fram að þessi frásögn gæti verið kölluð ævisaga, en að gefnu tilefni er hún skáldsaga. Tilefnið er að enn í dag eru margar sögupersónurnar bráðlifandi, fyrrverandi flóttafólk, núverandi flóttafólk, morðingjar, hermenn og margir aðrir sem upplifðu það að vera í Súdan í kringum 1990 og áfram. Þetta er saga manns sem byrjar í Súdan hvar þorpið hans er brennt og hann hrekst á flótta ásamt þúsundum ungra drengja. Foreldralausir ganga þeir frá Súdan og enda í flóttamannabúðum í Kenýa. Við erum að tala um hljóð næturinnar á sléttunum, drengi sem hverfa í gin ljónanna, marga líkfundi á veginum og ofbeldi af verstu sort. Söguhetja ver æsku sinni í flóttamannabúðum í a.m.k. 13 ár og fær síðan hæli í Atlanta, B.N.A. Hvílíkt þakklæti sem maður upplifir við lesturinn og mannlegur ömurleikinn og þjáningin birtast í öllu sínu veldi. Crazy saga, mjög þörf lesning.
Í spilaranum er það síðan Without Sinking Hildar Guðnadóttur. Mögnuð.
Þetta var menningarsjokk dagsins. Lifið heil.
laugardagur, 2. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mmmddaaaaa hljómar vel....ég er að lesa anal analytiska siðfræði...ojojojo...væri alveg til í að geta sleppt mér í bókmenntirnar...er reyndar búin að ljúka við að lesa álfana...og hef fengið fyrirspurnir bæði frá englakonunni og garðálfakonunni um hvort þær megi ekki vera næstar?...en varðandi trúarbrögðin þá mæli ég með rosa skemmtilegri mynd sem er nýkomin út á dvd og heitir Religilous....
Garðálfurinn og engillinn mega sko alveg vera næastar í röðinni.
Tékka á myndinni. Hlakka til að sjá þig oftar með blóm í Reykjavíkurhaganum.
Skrifa ummæli