fimmtudagur, 14. maí 2009

rolo

Bræðraborgarstígur / Túngata
2 rólur í góðu standi
Kastali með rennibraut í stóran sandkassa
Vegasalt
Fjögurralaufasmára- jafnvægisgormur
2 bekkir mót suðri á steyptum sökkli – mjög traustir
Ruslafata – mjög nauðsynlegt fyrirbæri nema í þetta skiptið var hún yfirfull.
Gott rými

Update: búin að heimsækja þennan 2x aftur og enn var ruslið fullt og almennt soldið sóðó.


Grjótagata / Mjóstræti

Fínn bekkur
Rólur 2
Hús
Eftir að mynd af fólki að eðla sig birtist á netinu hérna um árið í þessu barnahúsi er ég ekkert of spennt að fara að leika þarna...


Landakotstún

Stórar ruslafötur
1 bekkur, vantar fleiri.
Konan með skeggið og enskumælandi með þýskum hreim eldri konan með staf.
2 rólur
1 vegasalt
1 lítil rennibraut
Mölin í kringum leiksvæðið fín, tekur athylgina frá ruslinu sem í henni leynist....


Freyjugata

Hreinleg möl?
1 bekkur
Engin ruslafata
Fín tæki:
Kastalinn góður
2 rólur
1 vegasalt
sandkassi
Jafnvægistæki sem S.MM fanst m jög gaman að, sat í miðjunni og lét mig um að hrista tækið.
Þrátt fyrir að allt grænt umhverfi vantar þá virtist þessi róló bara nokkuð góður, enda fórum við mæðgur yfir í garð Einars Jónssonar til að snæða matarkexið eftir viðburðaríkan dag í kastalanum.

Annars eru fleiri róló-ar sem ég á eftir að fjalla um, bíðið spennt! Síðan er síðan líka í viðgerð. Nýtt útlit birtist vonandi brátt... Hafið það gott í þessu fallega vori.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmm...nákvæmar úttektir á róló, áreiðanlega mjög hjálplegt borgarmömmum, borgar sig að vera með aðstæðurnar á hreinu og vera meðvitaður um þessa hluti...í Garden city er einn rólóvöllur fyrir utan þá sem eru við skóla og leikskóla...þar er kastali, skemmtilegur, frekar hár og með rennibraut, 4 rólur, vegasalt, lítil rennibraut og hringdót sem hægt er að snúa sér í á ógnarhraða! :) svo er garðurinn okkar líka skemmtilegur...vonast til að sjá ykkur mæðgur í rólótékkferð/garðafslöppun, gjörningaklúbburinn sýnir líka í garðskagavita...spennandi..Brennið þið vitar! kv.Sebnin

AnnaKatrin sagði...

já namminamm. Vitarólóferð er ákkúrat eitthvað sem passar okkur.

Þar til næst.
ak

Heiða sagði...

Vá! Spennandi færsla. Hef ekki prufað Freyjugöturóló en alla hina. Finnst svaka gott að róla hjá kaþólsku kirkjunni. Óliver fílar hann líka. Rólurnar soldið þröngar fyrir fullorðna á horni Bræðró/Túng. en Óliver var rosa hrifinn af honum þegar hann var yngri. Ekki lengur samt...veit ekki af hverju. Sá ekki umrædda auglýsingu...ekki að það skipti máli. Gott að róla þar.