laugardagur, 16. janúar 2010

Nýtt tungl

Lamb í holu

Nauðsynlegt við eldamennskuna:
Lambalæri
Slétt yfirborð
Skóflu
Steina neðst í holu
Álpappír sem lærunum er margvafið inní eftir að það er búið að marinera lærin í einhverjum gordjöss jurtum og olíu.
Kol
Kolavökva
Góða hanska til þess að tína kartöflur uppúr holu og snúa læri.

1. Grafa holu. Geyma torfuna fyrir lok.
2. Steinar neðst
3. Álpappír
4. Góð Kol (5 pokar f. 3 læri) 1 kolapokinn er látinn í holuna í bréfpokanum, sem nýtist sem eldkveikur
5. 1 l kolavökvi
6. Kveikt í eftir að kolavökvinn hefur vætt kolin. Kol eiga að vera a.m.k. grá, jafnvel rauð áður en lamb er sett á og holu lokað með torfunni sem var skorin til við gerð holu.
7. Lamb og kartöflur sett á kolin á sama tíma. Lambi snúið á 20 mínútna fresti 3svar sinnum / eða lambi snúið 2svar sinnum á 30 mínútna fresti. Gott að hafa kjöthitamæli.

Ég get svarið það að mér finnst nánast vera vor. Þannig gæti maður næstum því gert uppskriftina hér að ofan, þó meiri sé stemmarinnn að gera hana á sumrin. Var sumsé að afrita þessa uppskrift úr dagbók 2009 í annað haldbærara form. Get látið mig hlakka til að grafa lamb í holu 2010.

Gleðilegt nýtt ár.

1 ummæli:

baba sagði...

ó já vorið er komið, ég er farin út í fugla- og sólarskoðun:)