mánudagur, 8. nóvember 2004

Nyr maður

það fer ekki hjá því að maður sé stoltur meðlimur vefsamfélagsins eftir að hafa kynnt sér og fundið út hvernig maður fiffar síðuna sína. Það tekur smá tíma og enginn grunnskilningur á vefsíðugerð í gangi. En það virkaði og hver veit hvað gerist næst.

Hef velt fyrir mér hnattvæðingu í dag en heyrði í gær hryllingssögu í nútímanum, nánar tiltekið frá ameríkunni. Þar var það svo að í íbúð einni fór saur að berast upp um niðurföll baðkers og handlaugar. En stíflur í lögnum hússins voru þess valdur. Huggulegt að fá saur annarra upp um niðurfallið sitt, og hvað þá kúkafýluna. Margt verra getur þó gerst, en hryllingssaga engu að síður.

Varðandi hnattvæðinguna þá er heimurinn orðinn bæði stærri og minni. Stærri að því leyti að nú er allt skoðað í hnattrænu sjónarmiði, en minni að því leyti að nálægðin er svo mikil með hraða tækninnar. Spennandi ekki satt. Ég hlakka til þegar farið verður að skoða hnattvæðingu annarra pláneta þar sem veran verður með vængi og ferðast um í geimskutlum.

Hvað með þennan nýja mann sem var fundinn nýlega á eyjunni Flores rétt hjá Indónesíu? Ekkert hefur gerst í þessum málum síðan á sjöunda áratuginum þegar Lucy fannst í Afríku (beinagrindin kölluð Lucy af því að fundarmenn voru að hlusta á Lucy in the skye with diamonds). En núna er þessi floresmaður kominn í ljós og talið er að hann hafi verið mjög lágvaxinn og jafnvel hærður. Bjó þarna fyrir svona 18000 árum, bara núna nýlega semsagt í sögunni. Og að hann hafi þróast út frá homo erectus, en minnkað vegna þeirra aðstæðna sem hann bjó við (þ.e. á þessari eyju). En það er víst að hann hafi haft tungumál, viðhaldið æxlun sinni, veitt míni - fíla og haft einhvers konar áhöld, og það með miklu minni heila en maðurinn (meira að segja með minni heila en simpansi). Humm og ha. Og þessi mannvera bjó þarna bara í chillinu meðan maðurinn var að koma sér fyrir í heiminum og menningin fyrir botni Miðjarðarhafs að byrja að blómstra. Ja, hvað veit maður svosem.

2 ummæli:

baba sagði...

sjúbb sjúbbí sjeij! ég kem af fjöllum..hnattvæðing? flores maður? ég held ég hafi bara dottið inní sápukúlu síðustu daga og hef bara ekkert frétt...

baba sagði...

sjúbb sjúbbí sjeij! ég kem af fjöllum..hnattvæðing? flores maður? ég held ég hafi bara dottið inní sápukúlu síðustu daga og hef bara ekkert frétt...