fimmtudagur, 11. nóvember 2004

orð af ymsum toga

Það var orðið dimmt úti þegar ég labbaði heim úr skóla klukkan hálf sex í dag. Merkilegt að vera alltaf að taka eftir veðrinu og umhverfinu þegar maður hefur búið við stöðuga hringrás þess í einhvern tíma. En ég er glöð yfir því að vera ekki að vinna í kvöld og annað, en fer með eftirvæntingu um helgina því þá hef ég hugsað mér að ritgerðast. Og á morgun klukkan tíu árdegis fer ég í ókeypis heimspekilega ráðgjöf. Kannski er hún svarið við vandamálum heimsins. En hún Gugga hefur einmitt velt því fyrir sér í bloggheiminum og benti mér á þetta göfuga hugtak löngu áður en ég fékk fjöldapóstinn frá skólanum um þetta ókeypis fyrirbæri. Hlakka til, nenni ekki að búast við að þetta verði eitthvað krapp, því þá er ég að jinxa áhrifunum og fær maður ekki alltaf það sem maður vill/óskar/hugsar?

p.s. fékk splunkuheimsókn eftir skóla frá 4 yndislegu Reykjanesfólki ásamt 1 fyrrverandi Reykjanesveru. Það var gaman.
pp.ss. fór á snyrtivörukynningu með leshópnum mínum í skulen og fór í fótabað í bala. Gasalega gaman.

1 ummæli:

baba sagði...

ég veit nú ekki hvort hægt sé að kalla mig fyrrverandi reykjanesmanneskju...hvað er ég? reykjavíkurdama? garðbúi? eða kannski ísfirðingur? á maður að skilgreina sjálfan sig eftir því hvar maður er, hvaðan maður kemur eða hvert maður er að fara? er ég kannski bara garðbúi þegar ég er á nesjunum og reykvíkingur þegar ég er í víkinni? nei heyrðu þetta er of flókið...við erum öll bara global citizens.. hlakka til að heyra hvernig ráðgjöfin fór..