föstudagur, 17. desember 2004

gt

í gleði minni og góðum gír skilaði ég lokadæminu, innbundinni ritgerð í hólf kennara míns í dag. Það var góð tilfinning. Er í fjögurra daga vinnufríi. Það er líka góð tilfinning. Útréttaði í dag, Sorpa (1530) áfengi, jóladiskinn hans Elvis á 799, jólatré sem er þó ekki með greninálum heldur meira svona stofublóm. Það var sameiginleg niðurstaða á heimilinu að það væri nú soldið rugl að kaupa tré sem deyr. Þess vegna var fjögurrafingraplantan fyrir valinu í Blómaval. Með pottinum er hún svona 1 meter á hæð. Og hana má skreyta. Þá bauð kæri upp á síðbúin rómó hádegisverð á Pítunni. En þar var einmitt ungur maður sem við hittum mjög reglulega undir skringilegum kringumstæðum. En það er alltaf gaman að hitta hann. Eftir þetta allt saman var Elvis settur á fóninn og tekið til við þrif og skipulagningu enda gestir að koma með jólunum og þá er um að gera að setja seríur út í glugga svo þeir viti hvert skuli fara. Það var góð tilfinning. Á morgun er hins vegar fjögurrakvennaklúbburinn að fara að hittast við konfektgerð í Garðinum. Hver veit nema skundað verði á Stapann um kvöldið því þar leika Hjálmar. Það verður ábyggilega mjög góð tilfinning.

1 ummæli:

baba sagði...

ó ó ó hvað hjálmar voru yndislegir og stapinn súrrealískur...ekki voru margir á svæðinu en þeir sem voru þar voru í ljúfasta fíling sem hefur sést í stapanum síðan að hljómar voru upp á sitt besta...fyrst var eins og fólkið vissi ekki alveg hvernig átti að dansa við þessa skrýtnu og seiðandi tónlist (fyrir mörgum ungum kebblvíking er reggí framandi..) en eftir að hafa litið öðruhvoru á okkur hin lífsreyndari fór það að ná taki á grúvinu...og eins og hendi væri veifað voru allir farnir að veifa höndum á mjög svo trúarsamkomulegan hátt og rauð orka sveif yfir dansgólfinu...ótrúlega skrýtið og skemmtilegt fyrirbæri þessir hjálmar...það er eins og það standi gaur við inngang dansgólfsins sem réttir öllum hjálm til að setja yfir höfuðið...töfrahjálm...haha vildi að þú hefðir verið þarna en hei þú kemur næst mín kæra...