mánudagur, 6. desember 2004

undirbuningur í vefheimum

komin við til að pústa fyrir læridagana komandi viku. Búum nú þrjú hér við strætið. Vinur í millibili. Það er gott og gaman. Góður undirbúningur fyrir jólagestina tvo. Frá mismunandi stöðum á Bretlandseyjum. Annar undirbúningur: skellt í 3 sortir fjandinn hafið það á þessum öðrum sunnudegi í aðventu. Hátíðlegt. Er að fara að senda eitt jólaumslag vestur um haf á morgun og undirbý mig enn frekar með því að kaupa nokkur frímerki.
Nauðsynlegt að eiga frímerki um jólin.
Og að neysluhyggjunni þá leit ég við í Smáralindinni og var þar í klukkustundar geðveiki. Kannski að ég hafi farið í nokkurskonar hjúp þegar ég gekk framhjá DJ, förðunarfræðingum, gegnalnæmisvaralit og Jónsa og úff hvað það var gaman hjá þeim.
En magnaðir voru úlfarnir í Úlfhamssögu. Það var sko líka gaman að upplifa þetta leikrit sem tvinnaði saman mörgum sviðum listagyðjunnar eins og vídeólist, lifandi tónlist, umhverfis/hreyfilist og náttúrulega leiklist. Já, samruni í öllu. Evrópa til dæmis, heimurinn alltaf minni. All possibilities... lag með Badly Drawn Boy. Í vefheimum er gaman, en sný á vit svefnsins og læt mig dreyma um það hvernig er hægt að skoða vald en það er ég að fara að gera í morgun samkvæmt nýja læriplaninu mínu, tel mig samt ekki vera að fríka út í skipulaginu, það er innra skipulagið sem er málið. Og núna er verið að spila ljúfa tóna hér í stofunni sem ég get sofnað útfrá.

1 ummæli:

Hrefna sagði...

Gott að þú nýtur lífsins á milli lesturs. Já það er geðbilun í búðunum fyrir jólin, verslunarmiðstöðvarnar eru samt verstar. Ég fór einmitt í Fields á laugardaginn (moll hér í bæ) og það var allt að verða vitlaust, ákvað að gera jólainnkaupin á virkum degi. Skiptir mig engu, heimavinnandi húsmóðir og get verslað hvenær sem er. Þú dugleg að baka eins og ég...almennileg kona.
Gangi þér vel við lesturinn og skipulagninuna auðvitað (man einmitt hvað ég gat verið ótrúlega dugleg að skipuleggja lesturinn og þá fannst manni maður búin með svo rosalega mikið)
knús og koss
Hrefna