þriðjudagur, 22. febrúar 2005
forsidan
á eftir að gera forsíðuna, en annars get ég skilað umfjölluninni á morgun. Er að hlusta á Hjálma í fyrsta sinn heimahjámér. Er líka að bíða eftir að maturinn sem er að eldast inni í ofni verði tilbúinn. Er búin að vera á fartinni í dag. Heimsóknir og læti. Amma að tala um sjálfsvíg, pillunotkun, dagvist fyrir aldraða og fólk meðan hún gerði við 2 göt á peysunni minni og ég lapti þunnt kaffið með kaffirjóma með skólabók í kjöltunni. Alltaf þegar ég var búin að lesa svona hálfa blaðsíðu byrjaði hún aftur. Tuðaði síðan yfir sjálfri sér að hún leyfði mér ekki að lesa, því hún talaði svo mikið. Hún var bara sæt, gömul kona sem líkar ekki svo vel við þokuna sem er búin að hanga hér í Reykjavík síðustu daga, heldur líkar mun betur við þokuna fyrir austan, þar sem hún er svona meira blágræn. Ekki svona grá. En mér finnst þokan bara soldið spennó því maður veit aldrei hvað býr í þokunni...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ha ha þú veittir mér innblástur í ömmusögu eða amma þín réttara sagt...takk fyrir góðar veitingar um daginn og félagsskap, Hibýli vindanna stóð undir væntingum, ég var mjög ánægð með kvöldið, gaman að fara ein í leikhús..kjveðja sebnin
Skrifa ummæli