eftir að hafa hlustað á frosetann tala á ensku og vera skrítinn og reyndar töluðu allir ensku þarna, þá fór ég í helgarferð. Brunaði brautina og heimsótti skemmtilegt sýningarrými í Keflavík, kallað suðsuðvestur. Ekki seinna vænna, enda lokahelgi sýningar Magnúsar Pálssonar. Hann raðaði m.a. matardiskum á gólfið. Veit hann ekki að það eru til skápar? En sýningin var skemmtileg og ég hlakka til að fylgjast með þessu sýningarrými. Takið eftir að ég nota það orð, en ekki gallerí. Það er munur þar á. Í huggulegheit, Backgammon og kaffisopa í heimahús í Kef og síðan út í Garð í almennilegt pizzupartý. Heimalagaðar pizzur með öllu mögulegu, en aðallega skemmtilegt fólk með öllu mögulegu. nammi mann. Sunnudeginum varði ég við lestur etnógrafíu um fólk sem býr á Tróbríandeyjum. Það getur nefnilega verið ágætt gaman að lesa fyrir skólann. Skólabólan er í ágætum málum, nema hún er soldið eftirá í lestri, sem kemur að sjálfsögðu fyrir þegar um margt er hugsað. Samt finnst mér ég ekki hafa verið niðursokkin í einhverjar heimspekilegar vangaveltur og hreinlega gleymt að lesa, heldur frekar ýmsir aðrir þættir eins og vinna, stuttur sólarhringur, stuttar vikur og þess háttar. Verð að gera hreint fyrir mínum skóladyrum áður en ég held til Bretalands á fyrrverandi sumarleyfisdvalarstað á tónleika.
Held að ég skelli mér síðan til Miami í forsumarleyfi í apríl. Þar get ég verið hjá bróður besta og hlustað á hann útskrifast. En um það má ég ekki byrja að hugsa strax. Það kemur að því þegar nær dregur. Eitt skref í einu. Læra, yoga, vinna, kaffi, helgarútlandafrí um þarnæstu. Hverf ég þá aftur til Tróbríandeyja.
mánudagur, 14. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
takk takk fyrir gott kvöld, var endurnærð eftir heimsóknina, félagsskapur, hlátur kjaft og át er svo´hollt fyrir mann...vertu dugleg ískólabólunni, er einmitt að velja mér örsögu til að lesa á morgun, hallast að Elísabetu Jökulsdóttur því hún skrifar sögur um stelpur, allskonar stelpur, eins og mig og þig!! kkveðja ssæærrúúnn
Bleddsud, gaman ad skoda blogg ;) herna fyrir sunnan er allt gott og dad er bara ein vika eftir. En mig hlakkar rosalega ad fara a ATP og hitta allt folkid ;) annars aetladi eg bara ad senda sma kvedju a dig og Alex , sjaumst fljott Hossi
Skrifa ummæli