föstudagur, 11. febrúar 2005

skringifallegur dagur

vaknaði á hádegi eftir væran svefn. Vann til klukkan þrjú í nótt enda frumsýning og allir fullir og vitlausir. En fyndnir soldið. Er búin að ganga um mitt nánasta umhverfi, fá mér að borða og kaffi í góðum félagsskap og í fallegri birtu. Þyrfti að gera svo margt, er samt þreytt og vinur minn að koma í heimsókn með þær fréttir að amma hans hafi rétt í þessu verið að kveðja þennan heim. Jæja. Soldið skrítin í höfðinu - tóm, hlakka til að fara að vinna og eiga helgina í góðu fríi. Stefni á að njóta hennar vel. Vonandi fyllist höfuð mitt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vonast til að sjá þig fyrir sunnan...´væri gaman...kv. sebnin

Nikki Badlove sagði...

..ég sá þig...þakklát....