þriðjudagur, 15. mars 2005

Skrimslið

glært horið rennur og rennur. Nota vasaklúta sem mörgum býður við, en ég hef mínar ástæður. Umhverfisvænt, betra fyrir húðina undir nefinu og síðast en ekki síst þá hef ég mínar efasemdir um endurunninn klósettpappír. Hvað er eiginlega í honum? Kannski einhverjar plast- glertrefjar sem eru ekki góðar fyrir op líkamans? Hmm. Hitti í dag mann sem vill ólmur fjarlægja eitt stykki tönn úr mér (Tanntaka = 7490 kr.). Og hvað með það? fyrstu viðbrögðin einkenndust af fyrirframgefnum söknuði yfir því að missa eitthvað úr líkamanum. Síðan var ákveðið að yfirgefa þá hugmynd og taka tanntökuhugmyndinni fagnandi. Til allrar hamingju er þetta ekki framtönn heldur tönn númer tvö vinstra megin frá jaxli. Soldið fullorðins þar sem ég tengdi tannvesen alltaf við fullorðna. Kannski þarf ég bara að taka tannhirðu mína til endurskoðunar, en hefur tannhirða áhrif á rætur tannanna? Ræturnar eru nú lengst uppi í dæminu... En enn er ég með tönnina og hún fer ekkert fyrr en tanntökumaðurinn hringir. Ætla að hrista hausinn endalaust þannig að horið hristist út og þá verð ég slímug í framan eins og skrímsli.

Engin ummæli: