miðvikudagur, 9. mars 2005

88II88II888III888III8888IIII

eftir að hafa séð umfjöllun í einhverju dagblaðanna þar sem stóð að maður yrði að hitta vini sína kom Garðgyðjan í heimsókn í gær. Það var gaman. Ég átti eftir að klára ritgerðina sem ég á að skila á morgun og hugsaði, klára hana bara á morgun. Sem ég er búin að afreka. EN lenti í massafýlu út í sjálfa mig eftir að hafa hangi í 2 heilar klukkustundir á Þjóðarbókhlöðunni við heimildaleit. Fýluna lét ég þó engan finna nema mömmu í gegnum símtól, sem er svo góð að fyrirgefa mér allar fýlur. Síðan kom ég heim og massaði ritgerðina á nótæm. Róleg í slanguryrðin. Semsagt búin að fara í fýlu í dag.

Upplifði Katkusmjólk í Klink og Bank áðan. Samsuða á ensku úr textum ýmissa höfunda. Leikkonurnar 2 stóðu sig með prýði, en það tók smátíma að komast inn í enskuna þeirra. Mjög einföld uppsetning. Vantaði þó aðeins meira samhengi þó skiptingarnar gengu vel upp. Kannski skil ég bara ekki ensku og lifi í óraunveruleika. Talandi ensku á hverjum degi. Who´s the real me? nei djók, ég er ekkert í þannig pælingum þessa dagana. Mér finnst bara fyndið að söngkona, jafnaldra mín, hafi gefið út plötu fyrir nokkrum árum titluð The real me.

Allaveganna. Ekki lengur í fýlu. Hún stóð einmitt óvenju stutt því ég reyndi alveg að hugsa jákvætt þegar ég fann hana hellast yfir mig og að lokum sigruðu jákvæðu hugsanirnar, en þó ekki fyrr en ég var búin að ákveða að borða (nauðsynlegur faktor þegar maður er svangur, hef t.d. fundið það út að ég verð miklu fljótari fúl ef ég er svöng). Yoga á morgun sem er magnað, svona í mars.

Engin ummæli: