sunnudagur, 13. mars 2005

verndum fræga folkið?

það kom mér heldur betur á óvart þegar dyravörðurinn kom til mín og tilkynnti mér að bannað væri að taka myndir. Það var liðið svolítið á kvöldið og allt í einu fann ég myndavélina í veskinu og fannst alveg sjálfsagt mál að smella nokkrum af á barnum, en einungis af fólki sem ég þekki sem tók vel í það að vera fyrirsætur. Dyravörðurinn gaf engar frekari skýringar á banninu. Litlu seinna var ég bitin af konu í vinstra lærið, mitt á milli hnés og nára sem kom mér mjög á óvart. Tveimur kvöldum síðar er ég enn með marblett og tannaför. Þá fékk ég marblett sem er fjólublár í dag á vinstri framhandlegginn þegar ég gekk of hratt á brík járnhurðarinnar í vinnunni og sneri mig á hægri ökkla við það að reka leikkonur út. Held það sé komið nóg af óförunum og sný ég nú vörn í sókn...

4 ummæli:

Hrefna sagði...

Úff þú ert í áhættustarfi, þarft að semja um að láta borga fyrir þig líf- og slysatryggingu.

Nafnlaus sagði...

mannabit er hættulegt...vá kona...nikkibadlove

Linda sagði...

Vá maður! Þú ert orðin svona stuntman eða kannski stuntwoman... næsta skref er að verða ofurhetja! Geðveikt.

AnnaKatrin sagði...

þetta var sko í gegnum gallabuxur. Þannig að vonandi ekkert sérstaklega hættulegt. Kannski er konan bara með hundaæði og ég núna með hundaæði alltaf þegar ég fer í buxurnar. Voff´n´urr