laugardagur, 19. mars 2005

farðu skrimsli, farðu burt.

er núna búin að vera alvöru skrímsli með alvöru hor í nokkra sólarhringa. Tönnin farin en horið ekki. Annars helst lítið að gerast nema það að allt lítur út fyrir spennandi páskaferð vestur þar sem frændi eins ferðalanganna er fórnfús og vill lána kjallaraherbergi. Það er sko ekki amalegt. Sá Sideways í kvöld. Afhverju ætli henni hafið verið gefið það nafn? kannski vegna þess að vínflöskur eru alltaf geymdar á hliðinni... sideways... eða af því að aðalpersónan var alltaf svolítið á skjön? dularfullar pælingar fyrir komandi helgi sem eytt verður í búrinu að sjálfsögðu, en samt er ennið mitt heitt og er maður þá ekki lasinn? Búin að skipuleggja hvað skal lesast um helgina sem verður tileinkuð ethnomusicology. Byrja að kanna það fyrir ritgerð í Afríkukúrsinum. Þá verður kannski skundað eftir vinnu á laugardag á grandrokkið til að skoða skonrokkið - Skakkamanage & Kimono. Þannig að lífið er ekki sem verst. Kæri og mamma búin að vera súpergóð við sjúklinginn og koma alltaf færandi höndum og með eitthvað í pokahorninu eins og gleði í hjörtum, tímarit, ís, blóm, útlensk páskaegg sem má borða strax fyrir þá sem eru með allar tennurnar og sitthvað fleira sniðugt. Niðurstaða = það er bara búið að vera fínt að vera sjúlli og ég vona að horið fari með þegar ég dusta af mér rykið á morgun. Sorrý skrímsli.

Engin ummæli: