mánudagur, 4. apríl 2005

soðningin

hæ og hó vefheimur. Þetta bréf skrifa ég soðin í hausnum eftir 14 tíma vakt. Líður soldið eins og hjúkrunarfræðingi að koma heim eftir vakt því stundum þarf ég að gefa út plástra, Aloe Vera og hausverkjapillur. Síðan þarf ég líka að hlusta á endalaust mikið af fólki, misáhugaverðu. T.d. keypti einn maður sér úr á 300 krónur í Kolaportinu í dag. Ein kona fræddi mig um núðlumyndir frá Tælandi sem hafa erótískan undirtón. Kaffið flæddi. Ritgerðin mín flæddi. Áhrif hnattvæðingar á tónlist frá Zimbabwe. Lyftan bilaði. Einn gaf mér Fréttablaðið í dag og annar fjallaði um mannfjöldann í Kína og þaðan fór hann út í kínverska fjármagnið sem að hans sögn flæðir um Bandaríkin. Einn velti fyrir sér hvað hann ætti að gera við sjávarfiskabúrið sitt og ein fjallaði um hvað hún elskar mikið að vinna í stressi og óvissu. Þannig að höfuð mitt er fullt af upplýsingum sem ég veit ekki alltaf hvað ég á að gera við, en ég gæti náttúrulega bara skellt mér út í glugga og öskrað. En þess þarf ég ekkert því nú er ég komin heim. Heim í frið og ró. Íbúðin fyrir neðan er til sölu, 17,8 og góðvinur minn sem er einmitt að leita sér að íbúð vestanmegin Lækjargötunnar skoðaði. Það væri ekki amalegt að geta haldið tveggja íbúða teiti. En hvað um það. Helgin byrjaði vel á því að þriggja dömu matarboð var haldið og öllu skartað. Sérstaklega gleði. Það var gott. Lífið er gott.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að lesa þína færslu.
hlakka til að sjá þig í sólinni elsku systir, já, lífið er gott.

AnnaKatrin sagði...

Árétting: núðlumyndir fjalla um núðlumatargerð.

Til hamingju með Boston skólana Doddi og Ásdís. Hlakka líka svo mikið til að koma í sólina til ykkar.