laugardagur, 23. apríl 2005

verða hugsandi tilfinningaverur a öllum sviðum

er hugmynd Birgis Sigurðarsonar við lífsflóttanum, græðginni og geðveikinni sem einkennir íslenskt samfélag. Honum er ég sammála.Er að setja mig inn í og skipuleggja próflestur sem hefst fyrir fullri alvöru á mánudaginn. Það verður gaman vil ég telja mér trú um svona fyrirfram, en veit líka að stundum við eldhúsborðslesturinn er mér litið út um gluggan til að tékka á því hvað er að gerast í götunni. Það gerðist einmitt í gær þegar ég var að hita upp fyrir lesturinn. Og þá líka horfi ég lengi. Nýr hvítur köttur kominn á stjá, búin að fatta hver er maðurinn með skallann og í leðurjakkanum (séð ofanfrá) og að einn nágranninn er orðinn ískyggilega sólbrúnn. Ég sit og gægist oft út um gluggann á hér vel við. En er að hlusta á disk sem ég verslaði í Ameríkunni World Reggae. Reggí frá ýmsum stöðum heimsins. Forvitnilegt.

Þá bíður kaka í poka á eldhúsborðinu sem verður á boðstólnum í kvöld, enda vegleg veisla í uppsigi þar sem gestir koma með sinn eigin mat, en deila síðan. Svokallað Potluck dinner. Auglýsi eftir góðri þýðingu á hugtakinu yfir á hið ylkæra, ásthýra...Í Ameríkunni var chillað feitt. Þá á ég við að dvöl mín þar var laus við allt stress og æsing. T.d. líkaði mér ákaflega vel að geta horft á sjónvarpið í undurmjúkum sófa með brósa. Mér líkaði líka vel að þurfa aldrei að fara í úlpu. Sniðgekk allar veitingahúsakeðjur, fyrir utan eitt skipti þegar einu Starbucks kaffi var svolgrað niður. Verslaði föt í Crap (Gap) en á móti verslaði ég líka föt í American apparel sem gefur sig út fyrir að vera Sweatshop-free. Áberandi munur á þyngd töskunnar við brottför og við komu. Hey, dolli er svo lár. Til að kóróna verslunarleiðangurinn var fjárfest í prýðis lárperuskerara. Hef reyndar ekki prófað hann. Tilgangsleysið alveg í botn. Tilgangur minn er hins vegar ekki ónýtur, njóta, elska og vera til. (upptalning breytileg).Birgir S. skrifar einmitt handritið að leikritinu Dínamít sem fjallar um Nietzsche sem verður frumsýnt í næstu viku, en á morgun ætla ég að sjá Klaufa og Kóngsdætur byggt á verkum H.C.Andersens.

1 ummæli:

baba sagði...

takk fyrir veisluna mín kæra...fyrirtaksbyrjun á fyrirtakssumri....fyrirtak? hvað er nú það? hmmm... er ekki bara hægt að segja pottheppnismatur?