í þessum skrifuðum orðum er bróðir minn örugglega í partýi í miami að fagna útskrift sinni. heill sé honum.
hér verður fjallað um: próflok, verkefni sumarsins, áhyggjur og gleði.
Eins og sjá má er hægri hönd mín enn undir áhrifum prófskrifa. Hún bara skrifar og skrifar og krampinn ekki alveg farinn, en við það að fara. Próflok eru undursamleg tilfinning. Ég er ekki stödd á bar í miðbæ reykjavíkur. Próflok mín lýstu sér þannig að ég ákvað að ég nennti ekki að skrifa meira þó tíminn væri ekki búinn. Ég hafði engu við að bæta eftir að hafa skrifað í tvær og hálfa klukkustund í dag. Í hinum tveimur prófunum skrifaði ég ávallt í um 3 klukkustundir. Álag á hægri höndina hefur því verið mikið og hún ekki vön svonalöguðu. Ég vildi bara að maður mætti skrifa próf á tölvur.
Það ber mig að næsta umfjöllunarefni, sem er þessu nátengt. Samband mitt við tölvuna hefur verið ljúft, en stundum finnst mér það jaðra við þráhyggju. Ég er alltaf aðeins að kíkja á þessa og hina bloggsíðu, póstinn minn á tveimur mismunandi síðum og stunda samskipti við umheiminn í gegnum þessa. Hvurslags félagslíf. Nú er tími á breytingar. Breytingarnar koma kannski líka eðlilega með því að ég verð ekki í skóla í sumar. Þá er ætlunin að fara á safnið á morgun áður en lagt verður í sveitaferðina og leigja fuglahandbókina.
Breytingarnar fela það í sér að í hverri viku verð ég að teikna eina mynd í þetta fína teikniforrit sem tölvan mín hefur að geyma. Ég verð bókstaflega að læra á helvítis forritið.
Áhyggjurnar felast í því að ég sé of tengd tölvunni, en það breytist vonandi með sumartíðinni sem er að fara að ganga í garð og það veitir mér gleði ásamt svo mörgu öðru, eins og því að labba heim úr vinnunni yfir arnarhólinn og horfa á skipin og ljósin í höfninni, og þá sérstaklega það að vera búin í vinnunni, sem veitir mér þó líka gleði því fólkið er svo fyndið og skrítið (eins og allt fólk á stórum vinnustað er líklega) og þar get ég gert núna hvað sem ég vil í vinnutíma mínum sem byggir á mörgum stundum til þess að eyða og er t.d. að lesa bókina diaries of a groupie núna. afar áhugaverð frásögn konu sem hefur t.d. haft kynlíf með mörgum tónlistarstjörnum eins og jim morrison, jimi hendrix, gram parsons, captain beefheart o.fl. mjög upplífgandi eftir próflestur. kynlíf spynlíf
Gleði gleði gleði og sveitaferð og fimm daga frí framundan. jaaahú. yahoo. com.
laugardagur, 14. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég held að þessir dagar séu upphafið að yndislegu sumri, fullu af sveitaferðum og fallegu fólki..tölvan á örugglega eftir að sakna þín á meðan en svona er þetta bara...ég er í sveitinni minni í garðinum í grillveislu hjá sæjó...hér er gott að vera...
Skrifa ummæli