morgunn
kaffið í steingerðum garði
mjög litlum, kannski 10 fermetrar.
3 götuhorn mætast.
Svartur hundur með gaddaól kom út um dyr
án manneskju.
Ímyndaði mér að ég ætti hann.
Hann vildi croissant.
Sólin yfir Hallgrímskirkjuturninum.
Klukkan alltaf vitlaus.
Hætti að vilja eiga hann
þegar hann var kominn með glerbrot
í kjaftinn og fór aftur með það inn.
dagur: málningaprufur á stofuvegginn
kvöld
fór krókaleið heim
allt bjart og fínt.
Elska birtuna á sumarkvöldum,
útlendingar byrjaðir að spretta upp,
endur og gæsakúkur og mávur á steini.
þriðjudagur, 24. maí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
anna mín kær, fallegt fallegt og felleg ert þú...sjáumst í kveldó..
falleg..
Skrifa ummæli