þriðjudagur, 30. maí 2006

eftirMiðdagssamsæti

(búin að laga rafmengunarkrækjuna) rækjuna?

Nei engar voru rækjurnar á borðum, en í boði var

drykkur Shirley Temple:
ísklakar, 2 lítrar Ginger Ale, 1 lítri Appelsínusafi og skvetta af grenadíni. Blandað saman og borið fram í könnu.

og

Þistilhjartamauk:

1 dós niðursoðin Þistilhjörtu (artichokes)
1 dolla mæjónnes (250 ml)
1 poki rifinn ostur
safi úr hálfri sítrónu
paprikukrydd
Laukduft
Salt
Pipar
= þistilhjörtun saxar maður smátt (eða notar töfrasprotaI, blandar öllu saman og látið í ósmurt eldfast mót og bakið við 180 gráður í svona 18 mínútur. Að þessu sinni henti ég lúkum tveim af fersku spínati undir töfrasprotann, þannig að úr varð dýrindis geimverugræn ídýfa. Borin fram með t.d. baguette, ritz-kexi eða TownHouse-kexi eða.....

Ein frænkan í Kanada stakk upp á því í dag í tölvupósti að við myndum fara í verslunarferð til Parísar eða London. Aha. Skil ekki hvernig henni datt það í hug því seinast þegar við hittumst (fyrir viku eða svo) þá vorum við báðar í samfagnaðarglasi að ræða mun alvarlegri mál af hjartans einlægni og tíska eða verslun komu ekki við sögu. Þar að auki hitti ég hana í fyrsta skiptið núna í brúðkaupsveisluferðinni. En ég held ég verði bara að vera soldið brosmild þegar svona bréf berast, en ætli hún ætli að borga allt fyrir mig? er það ekki þannig sem kaupin á eyrinni gerast? ha ? just a gigoloog.

1 ummæli:

baba sagði...

hallo hallo..skeri rafmagnsdot mar...hvenaer verdid thid komin til berlinar i sumar? mig langar mikid ad kikja i heimsokn ef eg get...ummdaaaa...