miðvikudagur, 3. maí 2006

útreikningur

á meðan ég skrifaði ritgerðina sem ég var að enda við að skila gerði ég smá tilraun.
Tímatilraun sem fólst í þeirri spurningu: hvað er ég lengi að skrifa ca 3000 orða ritgerð, u.þ.b.10 bls.?

Það verður að taka nokkra þætti til greina áður en ég kem með niðurstöðurnar:
1. mér fannst ég skilja efnið nokkuð vel áður en ég byrjaði að vinna ritgerðina, en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætlaði að setja það fram.
2. ég vann eitthvað yfirleitt á hverjum degi, stundum bara í 1 klukkutíma, stundum marga.
3. í hvert skipti sem ég settist niður til að vinna gagngert í ritgerðinni skráði ég tímann, byrjunartíma og lokatíma þegar ég stóð upp.
4. í örfá skipti, voru kaffihellingar inni í tímanum, ófáar sígaretturnar og stundum spjall (sérstaklega í vinnunni).
5. Allt er talið með í tímanum, yfirlestur, upprifjun ákveðinna bóka, skrif og endurskrif, hugmyndapár o.s.frv.
6. þannig fékk ég þessa útkomu: 24 klukkustundir.

Bið fólk að varast það að gera ritgerð í einum rykk, heldur frekar lítið á hverjum degi, því meltingin er nauðsynleg ásamt því að eiga sér líf.

(Þess má geta að í gær horfði ég á 19. þátt, 5. seríu þáttarins 24. Hvernig ætli þetta verði í þrjú ár í viðbót?)

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Þetta finnst mér mjög áhugvert að lesa um, ég geri einmitt oft alls konar svona tímatöku. Mjög skemmtilegt, en mér finnst samt alltaf þegar ég geri það, þá er ég rosalega meðvituð um að ég sé að taka tímann og passa mig betur að nota hann vel. Sem minnir mig einmitt kannski á það að ég ætti að gera það oftar hmmm............

AnnaKatrin sagði...

gaman að heyra í þér fagra kona, vona að þér gangi vel á seinustu mánuðum skólaannarinnar.

Ég held ég hafi ekkert verið spes meðvituð um að nota tímann... veit ekki þó, kannski hefur það einmitt þau ómeðvituðu áhrif að maður fari í undirmeðvitundinni að vilja nýta tímann betur...