fimmtudagur, 29. júní 2006

changes

bowie að syngja fyrir mig og síðan ætlar fullt af öðru fólki að syngja fyrir mig í kvöld því af nægum tónleikum er að taka.

Þær breytingar sem hafa orðið í mínu lífi eru lítilsháttar, en sumarfríið eins og gefur að skilja er ein breytan. Önnur breyta á eftir að koma upp n.k. þriðjudag þegar ég fer til Berlinar auðvitað til að horfa á hm. En eins og gefur að skilja keypti ég ekki miða á úrslitaleikinn fyrir 400000 krónur á svörtum markaði, heldur ætla að vera í öruggu umhverfi bjórgarðs... eða missa af öllu saman... hvað gerist... endilega fylgist með

Klippimaðurinn klippti hárið mitt í dag og talaði mikið, en samt ekki um of. Stundum svaraði ég þó bara já eða nei án þess að bjóða upp á frekari samræður. Nú má segja að hárið mitt sé með ,,sand" effect samkvæmt hártísku-lingóinu. Mjög lekkert. Og það er miklu léttara einhvern veginn...

Já á döfinni er: hlusta á tónlist, (greiða)vinna, endurheimta sambýling, fá sér í tána með útlenskum guide og sérmenntuðum ævintýraguide, samfagna í viku-eftirá útskrift, halda surprise-grillveislu, pakka niður, þvo, koma blómum í fóstur (nú nægir sturtubotninn ekki) og stinga af í nýtt sumarfrí á nýjum stað.

1 ummæli:

Móa sagði...

hlakka til að sjá þig nýklipta, móa