sunnudagur, 18. júní 2006

kokokokokokoko lo

IMG_2785
IMG_2795
IMG_2790
IMG_2784
IMG_2791

Hössi og Björg fengu ekki myndatöku við verslunariðju sína á aðalbásnum þessa helgina. Áeggjan kærrar konu hafði áhrif á þá reglu að smella mynd af öllum þeim sem ég þekkti sem versluðu. Niðurstaða að öllum kostnaði frádregnum = 23.130. Allir aðrir hlutir sem ekki gengu í endurnýjun lífdaga þessa helgina dúsa nú í gámum Rauða Krossins og eiga spennandi framtíð framundan.

Gangverðið var 100 - 200 krónur. Að selja föt á 500 er dýrt. Margir misáhugaverðir stöldruðu við. Maður með grátt skegg spurði eftir leikjum í gömlu playstation. Hann var búinn að spila svo mikið kung-fu leikinn að hann vildi fá sér nýjan. En tók það jafnframt fram að eftir að hafa komist í gegnum öll borðin í leiknum hafði gítarleikur hann snarbatnað. Jesús er í hjartanu á þér, sagði annar eftir að hafa spurt mig af hverjum ákveðin mynd var. Starfsmenn á Aþenu, skemmtiferðaskipinu sem lá í Reykjavíkurhöfn kunnu verslunartæknina. Prútt. Prútt. Tjútt. Þetta var bæði gaman og erfitt. En tók skjótt af. Var fljót að bursta af sölutæknihæfileikum mínum og koma þeim í gagnið. Gomma af trikkum og pólitík í gangi hjá sölufólkinu í koló.

Ekki spillti að í gærkvöldi var haldið á vit ævintýranna úti í Garði. Maður minn, hvað ég er þakklát fyrir að þekkja svona fallegt fólk. Þar var sannkallað humarsumar. Bjargaði alveg deginum í dag þegar sólin titraði á hafinu í augnablik og mig langaði ekki að vera stundinni lengur í koló. Nú er þjóðhátíðarhelgin að kvöldi komin. Ein vika þangað til sumarfríið byrjar...

Engin ummæli: