miðvikudagur, 14. júní 2006

hm spenna

mér líður eins og ég get ímyndað mér að fótboltaáhugamönnum líður um þessar stundir. ég er nefnilega að fara í óvissuferð á morgun með vinnunni. og síðan æsir bara svo margt annað mig í lífinu... þarf ég að réttlæta það að ég horfi ekki á fótbolta? fótboltafélagið á íslandi gat ekki einu sinni sent yfirlýsingu til útlanda og sagt að þeir digguðu ekki innflutning á konum í kynlífsiðnaðinn/vændi í stórum stíl... 60.000 konur áætluð tala. Íþróttir/karlmennska og bjór og kynlíf. Hvaða fyrirmyndir eru það? Enginn vill taka ábyrgð og bendir á hinn.

en kvöldið hér er sérlega blautt, enda rignir og rignir og rignir. hlakka til að fá að njóta sólar. MIg þyrstir í vítamínin hennar. Sendi góða orku yfir hafið til þess fólks sem þarf á henni að halda í Sydney.
Gengið frá og lokað 23:36

Engin ummæli: