sunnudagur, 25. júní 2006

gæsahuð

breiddist um líkama minn í vinnunni í dag. Ekki þó vegna drauganna sem eru pottþétt orðnir vinir mínir því ég tala alltaf við þá. Gæsahúðin stafaði aftur á móti af leik-dans-tónlistarhóp frá Okinawa. Ævaforn list þeirrar eyju soðin saman í eitt 70 mínútna stykki sem var magnað. Tónlistin klikkuð. Orðanotkun mjög rytmísk og átti í danis við ásláttarhljóðfærin og skrítnu þriggja-strengja gítarana. Síðan flautuðu sumir og slefuðu ógurlega. Hreyfingarnar ómótstæðilegar. Og í lokinn í uppklappinu braut karate-maðurinn 2 spýtur með fætinum. Boðskapurinn var stundum mjög fallegur, hreinn og beinn og minnti mann m.a. á það að við erum það sem við erum, komin af foreldrum okkar og það verður að virða langt afturábak. Vera hreinskiptin og heiðarleg. Karlar eiga að styðja konurnar sínar. Aðstæður til áhorfs voru slæmar. Horfði á þetta í gömlu Samsung sjónvarpi sem sýnir sviðið, en hljóðið tók ég af og hlustaði frekar á innanhússkerfið sem er nokkuð gott. Vanalega hlusta ég ekki á innanhússkerfið þar sem maður fær þá öll boð sýningarstjóra sem vanalega hljóma sem svo: kjú 54 .... innn yfir þann hljóm sem berst frá sviðinu, oft fá kjaftasögur að fljúga inn á milli í grafalvarlegum atriðum þar sem áhorfendur standa á öndinni. En Japanarnir komu með sín eigin tæki og tól þar sem sýningarstjórinn þeirra stjórnaði þessu öllu á japönsku að sjálfsögðu. Nú kann ég 4 orð á japönsku.

kónitsjúa= góðan daginn, halló
sayonara = formlegt bless
matanei = vinalegt bless
arigató = takk

Rússnesku orðin voru... daaaaaaaaaa man ekki.
Heppilegur vinnustaður enn og aftur. Já, einmitt, þá hafði kokkurinn hrefnukjöt í brúnni sósu í hádegismatinn í gær. Vildi láta fólkinu líða eins og heima hjá sér. Hrefnukjötshvalur í ríkisstofnun. Fékk mér ekki. Man bara eftir því að hafa verið úti í sveit með fjölskyldunni þegar ég var lítil og mamma steikti hvalkótilettur. Djöfull seigt og vibbalegt. Matarminningar maður minn. En heppilegur vinnustaður að því leyti að núna er yfirvofandi sumarfrí, fæ ekki nóg af því að tala um það, á morgun takk fyrir, og allir eru rosa glaðir.

Svitabaðið var sveitt. Ekki svo heitt. Gæti verið að fólk upplifi hitann eftir því hvernig andlega stemningin er? Hefur farið upp í 100 gráður á celsíusi í loftinu á svona tjöldum. Magnað alveg hreint. Að fá að svitna og hugleiða og hreinsast og vera uppgefinn og vera glaður og vera þakklátur og sjá sýnir (sumir) og kyrja. Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir þetta og í morgun klukkan 08:25 hafði ég enga líkamlega löngun til þess að fara í gufu sem ég geri vanalega í Vesturbæjarlauginni.

Núna singur Nina Simone fyrir mig og ég er ein heima í nokkra daga sem er frábært. Smá fallegt andrými. En ég hlakka óneitanlega mikið til að fá að hitta kæra aftur, bara svo enginn misskilningur geti átt sér stað því þetta er nú einu sinni ritað mál.

Gengið frá og lokað kl.00:12

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

black mamba fékk sverðið sitt í okinawa.
er það tilviljun að ég hafi rétt í þessu verið að horfa á kill bill og fari svo beint inn á þetta blogg og þar talar þú um okinawa???
maður spyr sig...

Nikki Badlove sagði...

...ást í poka til þín....hugsa til þín og þannig...

Nafnlaus sagði...

Þetta hefði ég viljað horfa og hlusta á, hljómar mjög áhugavert. Ég verð pottþétt fastagestur hér á bloggið þitt og þér er velkomið að setja mig sem tengil, geri það sama með þig ef það er í lagi :-)

Ragnhild sagði...

vissidu að á japansku þyðir "okidoki" að slumma eða sleikast eða gera eitthvað neikvæð in a public place. hahaha.