föstudagur, 22. september 2006

timinn og sveitin

p: ,,ég hringi þá í þig eftir hálftíma"
ég: ok, bæ.

klukkustund og 20 mínútur líða.

ég: jú, sæll, ég talaði við þig í morgun, hélt kannski að ég hefði gefið upp vitlaust símanúmer... (bara til að vera kurteis og hafa sökina ekki hjá honum)
p: ég var einmitt að fara hringja í þig, heyrðu, ég hringi aftur í þig eftir svona 2-3 mín...

VIð erum að tala um samtal við pípulagningarmann á meðan kúkurinn syndir um í klósettinu og bíður eftir að honum sé hleypt út í sjó... Píparinn ætlar semsagt að koma í dag, gat ekki sagt hvenær... sem er bömmer en hann kemur og lagar.

Í alvörunni þá er enginn kúkur í klósettinu, en niðursturtið gerist með skúringarfötu fullri af vatni.
Þegar vatn er tekið af húsum sérstaklega með gömlum lögnum, gerist það að ryð og annar skítur fyllir sigti og aðra króka og kima vatnsleiðslanna. Þess vegna þarf píparinn að koma og laga. Samt reyndum við skötuhjúin án árangurs. Maður getur ekki gert allt, en það að sturta niður með fötunni hefur sett stemninguna fyrir því sem koma skal, sveitaferð á morgun. JIbbýjei.

Engin ummæli: