langar að hlusta á nýja back to basics disk Christinu Akíleiru.
Sá viðtal við hana í tímariti í bókabúðinni þegar ég þurfti að brúa bilið milli tímasetninga og var heldur brugðið því af þremur blaðsíðum af spurningum snerust aðeins nokkrar spurningar um tónlistarsköpun hennar. Hinar voru allar eitthvað um kynlíf kynlíf kynlíf og kossa sem hún svaraði á mjög dipló hátt. Vanalega finnst mér kynlíf gott og kossar líka, en ekki undir þessum kringumstæðum. Hvaða tónlistarMAÐUR er spurður út í kynlíf sitt þegar hann er í viðtali að kynna plötu?
annars er það bara tebollinn eftir vaktina og ég fylltist gæsahúð þegar ég sá allt fólkið streyma niður laugaveginn. En því miður sá ég það bara í sjónvarpinu sökum vinnuskyldu sem vonandi fer bráðum að ljúka enda einn góður maður í sigtinu sem vænlegur kandídat. Djöfull myndi ég fíla að plebbarnir segðu bara stopp! 2 dagar í að skrúfað verður frá krönunum, þokkalega yrði það mest hipp og kúl í öllum heiminum.... þá myndu sko allir koma og skoða Ísland - góðanótt
þriðjudagur, 26. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli