hvílíkur munur það er, að vera löggildur eigandi 12 teskeiða.
Hingað til hefur ekki farið mikið fyrir teskeiðum fyrir utan 1 sem datt ofan í veskið mitt þegar Icelandair var enn með stálhnífapör - semsagt fyrir langa löngu, auk nokkura skeiða af mjög dularfullri stærð úr geymslu foreldra minna, stærð sem er einhvers staðar á milli matskeiðar og teskeiðar. Nú, aftur á móti, fylgdi með í einum jólapakkanum sett af 12 teskeiðum og 12 kökugöfflum úr stáli. Eða einhverju svona sem glansar. Ekki áli og ekki silfri... kannski álstálblöndu? úr hverju eru svona áhöld? Og nú er gaman að fá sér kókómalt, hunang út í teið og krydd í kryddblöndur sem er kannski það helsta sem teskeiðar eru notaðar í á þessu heimili. Kökugafflarnir hafa aldrei verið notaðir, þannig að ætli ég þurfi bara ekki að skella í köku til þess að geta notað þá. Eða henda í snittur í morgunmat...
Annars er ég búin að vera með hugann við blús undanfarna daga, enda sit ég hraðnámskeið í samberandi tónlistarfræði með áherslu á blús í skólanum. Það ætti að vera góð byrjun á þessari skólaönn. þ.e.a.s. að fara í skólann. En ég ,,þarf" ekki að mæta neitt í skólann á þessari önn sem óneitanlega hefur sína kosti og galla.
Þessi kuldi fer bara ágætlega í mig. Brakið í snjónum er gott undirspil. Kuldinn nístir inn að beinum og þannig hefur maður ærna? ástæðu fyrir því einmitt að hanga inni hjá sér. Sokkabuxur og gammósíur eru nauðsynlegar fyrir konu eins og mig sem ferðast lítið um á sumardekkjunum. Datt einmitt í hug í dag að klippa neðan af bómullarsokkabuxum til þess að nýta þær betur eftir að tekið hefur að glitta í fagurmálaðar táneglurnar sem eru loksins að ná 25 centimetrunum, ég veit, bráðum get ég sótt um í heimsmetabókina.
Ást og friður.
miðvikudagur, 10. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli