,,undskyld (rop) æblekage"
sælla minninga í dönsku flutningaskipi hérna í Reykjavíkurhöfn. Fyrstu dönsku orðin sem ég lærði fyrir utan Anders, en ropið var á íslensku enda var dönsku appelsíni dælt í okkur krakkalingana sem fengu að fara með pabba í skipið. Ég ímynda mér að eplakaka hafi líka verið í boði.
Nú í dag bakaði ég eplaköku. Og brauð. Og kvöldmat. Ég er útbrunnin á útopnu.
Kærkomin ró við matargerð.
Búin að skrifa eins og vindurinn. Það er sko gott. Í kuldanum. Núna eru t.d. fingurnir á mér kaldir innað beini. Í dag fannst mér ég sjá bláar æðarnar. Fannst ég verða að blogga, leið hálf illa með að hafa henginguna þarna efst. Brazilian Girls eru alveg að gera sig.
þriðjudagur, 16. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Svo fékk pabbi líka stundum svona gos heim og var það þá yfirleitt geimt inn í bílskúr. Þokkalegt sport að fara inn í bílskúr og fá gos;)
æblekage:
Geimskip er geimskip
Gleymt en ekki gleymt
Pabbinn hefur greinilega gleymt að kenna barninu sínu réttritun.
...ást í poka til þín...
Skrifa ummæli