laugardagur, 6. janúar 2007

flugeldur

sprengjulætin dynja yfir og í gærkvöldi var kveikt í köku fyrir mig sem gladdi mig mjög, í dag var líka kveikt í morgum kökum hér fyrir utan gluggann minn, þ.e. ofan á morgunblaðshúsinu/tm. Þannig að þó engir flugeldar hafi verið til í sveitinni þá er ég sátt. Ég ætlaði reyndar að fara til Indjánanna að athuga hvort þar fengjust flugeldar en fékk engan bíl lánaðan þann daginn.

Það er óhætt að segja að frumefnin hafi umlukið mig í sveitinni en eldar voru daglegt brauð, þá svona mini-brennur. Vatnið breyttist stöðugt, enda er veðrahamurinn á Cape Breton líkur þeim sem hylur okkur hér. Ég dvaldi soldið úti í skógi... sá því miður ekkert dádýr. En það er svo mikið logn í skóginum. Sólin skein líka oft og mörgum sinnum. Allaveganna finnst mér það svona í minningunni. Snjór kom og snjór fór.

Útiveran var holl og góð og tók ég þátt í ýmsum vetrarverkum eins og mokstri, skógarhöggi og byggingu hlöðu.
Eina bæjarferðin var farin að kvöldlagi inn til Sydney þar sem yngsta bróðurnum var skutlað á stefnumót. Á meðan á því stóð þurftu ökumennirnir að hafa ofan af fyrir sér og varð fyrir valinu að sjá Blood Diamond í bíó. Ágætis mynd en DiCaprio fór sérstaklega í taugarnar á mér. Síðan var tekið í spil. Cranium, Trivial og Clue voru þar fremst í flokki, en Clue-spilið kannast eflaust margir við, nema þessi útgáfa var spiluð með aðstöð dvd-disks sem gerði spilið sérlega framandi og exótískt... Sendiherrann var jólabókin í ár. Jú jú, fyrst ég er farin að tala um það þá verð ég að segja frá Drekafræði-bókinni sem var mjög forvitnileg og hver veit nema gerist drekafræðingur þegar ég verð gömul.

Að lokum læt ég fylgja með stutta vísu sem ég lærði í sjónvarpinu í Kanada (að vísu án takts og handahreyfinga):
Nausea
heartburn
indigestion
upset stomach
diarreha

Engin ummæli: