sunnudagur, 14. janúar 2007

uppskrift

alveg meinhægt fer þessi janúar af stað. Ímynda mér að færðin og veðurfarið hafi þar mikil áhrif. Er samt að fara að verða tilbúin að byrja ferlið. Alltaf nýtt upphaf, nýr endir... passar það að það sé inni í einu ferli? Eða er ferli bara köngulóarvefur sem hefur grilljón ný upphöf og nýja enda? Ekki semsagt beinlína.

Bein lína,
ÞJóðarsálin,
Tökumst á
um sóðamálin...

Búin að prjóna smá uppskrift að ritgerðinni. Þarf bara að vinda mér í það að gera uppskriftina.
Yogað byrjað. Það er æði. Bíð eftir að sundið byrji... ég er alltaf að bíða eftir því. Ég elska að fara í sund. En ég á bara erfitt með að gera það reglulega. Ljúfur sunnudagur í gangi, enda te í bolla og píanóleikur í bakgrunninum.

Engin ummæli: