fimmtudagur, 15. mars 2007

gummuladi

Hlýjar afmæliskveðjur til Lúxembúrg, svona í upphafi færslu kvöldsins.

Aðþrengdar eiginkonur voru sko aðþrengdar í kvöld. ha. Mér fannst þátturinn góður fyrir utan endirinn, ég hefði viljað sjá aðra lausn en að Lynnette gæti reddað dæminu í draumnum. Samt er ég nú á því að maður geti haft áhrif á framvindu drauma sinna upp að vissu marki. Og ætli það eigi þá ekki líka við um dagdrauma?

Draumur minn er að vinna ferð fyrir tvo til Evrópu með Flugleiðum. Það mun gerast n.k. þriðjudag, nánar tiltekið um kvöldið þegar ég fer á happadrætti. Á morgun fer ég á leiksýningu, þá fyrstu í langan tíma. Félagslífið í stuði og ég er geim. Ég verð bara að vera það. Flæðið býður ekki upp á annað.

Lofthótel upptekið þessa dagana. Gott að gera. Mjög gott að vera.
Ætti að bregða fyrir mér einni limru eða svo en útvarpið kallar. Nú er það útvarpsþátturinn Marzipan á Rás 2.

1 ummæli:

Nikki Badlove sagði...

...ég mun knúsa þig í dag....jei...