1 1/2 bolli hveiti (stundum nota ég bara spelt, eða bland af báðu)
1 1/2 bolli haframjöl
3/4 bolli sykur
180 gr brætt smjör
1 1/2 tsk natrón
1 stk egg
Öllu blandað saman í skál, gott að nota fyrst sleif, síðan bara hendurnar.
Deiginu skipt í tvennt.
Helmingnum þjappað í form (t.d. lasagna stærð)
1 krukka sulta sett yfir. Rabbabara er klassísk. Jarðaberja getur verið skemmtileg. Smekksatriði með sultuna, ég fíla hana og vil mikið, hægt að nota minna en eina krukku.
Hinn helmingur deigsins klipinn yfir.
Bakað við 175 gráður í 30-40 mín.
þriðjudagur, 29. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
mmm...nammi...þetta þarf ég að prófa...hef aldrei bakað hjónabandssælu...þegar frúin kemur í heimsókn verður sælan í boðinu...
Er strax byrjuð að hlakka til.
ak
hjónabandssæla er svo mikil sæla...og við svo heppnar í sælunni..hlakka til að hitta þig sæta..
Elska þegar þú setur inn uppskriftir, langar að prófa þessa um helgina.
Knús til þín sæta AK
vá anna mega uppskrift.
kveðja Atli frændi
jáhá, þetta er sko megauppskrift elsku Atli. Takk fyrir síðast, veislan þín var frábær. Vona að Costa del Sol hafi ekki svikið ykkur... ak
Allveg hrikalega góð og þægileg gott að geta brætt smjörið þá er hægt að skella i þessa með stuttum fyrirvara.
Takk fyrir á eftir að baka þess oft.
Anna
Skrifa ummæli